FRÉTTIR

Fornleifastofnun Íslands
Fornleifastofnun Íslands4 days ago
Rannsóknir á landsháttum fyrri alda eru mikilvægur hluti þess sem fornleifafræðingar skoða til þess að auka og dýpka þekkingu okkar á sögulegum þáttum og fyrirbærum.

Dæmi um rannsókn þar sem töluverð áhersla er lögð á landsháttagreiningu og greiningu skráningargagna er Seljaverkefnið. Þar er búið að færa upplýsingar um meirihluta selja úr gagnagrunni Fornleifastofnunar í landfræðilegt upplýsingakerfi. Auk seljanna hafa verið settar inn margvíslegar aðrar upplýsingar sem kunna að varpa ljósi á staðarval, eðli og nýtingu seljanna (s.s. staðsetningu bæja, dýrleika jarða og ýmsar aðrar fornleifar). Auk þess eru gögnin skoðuð með tilliti til upplýsinga um vatnafar, vistgerðir o.fl. Með því að horfa á þessa þætti saman fást margvíslegar upplýsingar sem varpað geta ljósi á selin t.d. um val og eðli staðsetningar þeirra (t.d. fjarlægð selja frá bæjum, hæð yfir sjávarmáli), tengsl á milli dýrleika eða stöðu jarðar og umfangs selja og hvaða nytjar (svo sem mó- eða kolagrafir) voru nálægt seljum. Greining landshátta getur því m.a. veitt innsýn í það hvaða vinna fór fram í seljum, annað en mjólkurbúskapur, og mikilvægar vísbendingar um hvaða þættir hafi skipt máli í staðarvali selja.
Fornleifastofnun Íslands
Fornleifastofnun Íslands6 days ago
A publication announcement:
Skálholt is one of the most important historic places in Iceland; the seat of the first Bishop and an ecclesiastical, cultural and political centre for more than 800 years, it has occupied a pivotal role in Iceland’s history. This month sees the publication of the second volume of three reporting on the results of archaeological excavations that took place on the site between 2002 and 2007. In this volume attention is devoted to the study of the artefacts found at the site including over 70,000 finds making it one of the largest artifact assemblages ever recovered in Iceland. The book is 366 pages long and includes hundreds of photographs, maps, drawings and detailed descriptions of ceramics, glass, metalwork, textiles, leather, wooden and stone objects recovered during the excavation. The volume will be an invaluable resource for anyone interested in the material culture of the 17th-18th centuries and later in the North Atlantic and northern Europe.
The book is in English with an Icelandic summary. It is sold in the web shop of The Institute and is on special publication offer throughout the month of May. Copies can be ordered here: https://fornleif.is/product-category/baekur/
Fornleifastofnun Íslands
Fornleifastofnun Íslands1 week ago
Árið 2002 hófu fornleifafræðingar rannsókn í Skálholti þar sem upp voru grafin húsakynni biskupa, þjónustufólks og skólasveina. Uppgreftri lauk árið 2007 og síðan þá hefur verið unnið sleitulaust að úrvinnslu uppgraftargagna. Árið 2022 kom út fyrsta bindið í þriggja binda útgáfu um Skálholtsrannsóknir. Það fjallaði um þær fjölmörgu byggingar sem voru grafnar upp á staðnum og voru í notkun á tímabilinu 1650-1950. Nú er komið að útgáfu annars bindis sem helgað er forngripum sem komu í ljós við uppgröftinn. Ráðgert að þriðja og síðasta bindið sem snýr að margvíslegum umhverfisrannsóknum muni koma út á næsta ári. Gripasafnið frá Skálholti samanstendur af um 70.000 forngripum og er eitt allra stærsta gripasafn sem komið hefur í ljós við fornleifauppgröft hér á landi. Bókin um gripina frá Skálholti er 366 blaðsíður og ríkulega myndskreytt með hundruðum ljósmynda og teikninga. Hún er á ensku en með samantekt á íslensku. Gripirnir frá Skálholti gefa innsýn í einkar ríkulega efnismenningu á staðnum og samanlagt veitir Skálholtsuppgröfturinn ómetanlegt yfirlit um lífshætti á einum merkasta sögustað Íslands. Bókin er fáanleg í vefverslun Fornleifastofnunar þar sem hún er á sérstöku kynningarverði. https://fornleif.is/product-category/baekur/ og verður auk þess fáanleg í helstu bókabúðum.

ÚTGÁFA

Smelltu á titlana til að sjá verkefnin.

Bókaskrá.
Ritrýnt fræðirit.
Rit Fornleifastofnunar Íslands, Archaeologia Islandica, kom fyrst út í nóvember 1998. Með útgáfu ritsins er stefnt að því að kynna alþjóðlegum lesendahópi fornleifarannsóknir á Íslandi. Ritið birtir nýjar greinar um íslenska fornleifafræði eða efni tengt henni, allt frá landnámi á 9. öld til síðari tíma. Greinarnar eru á ensku. Ritstjóri er Orri Vésteinsson.
Hér má finna nýjustu rannsóknaskýrslur okkar.

MENNTUN

Fornleifaskólinn

Fornleifaskólinn var settur á stofn árið 1997, og hefur verið starfræktur á nær hverju sumri síðan þá. Hlutverk skólans er að auka þekkingu íslenskra og erlendra nemenda á íslenskri fornleifafræði. Nemendur, hvaðanæva úr heiminum hafa tekið þátt í námskeiðum skólans þar sem þeim eru kennd undirstöðuatriði íslenskrar fornleifafræði. Skólinn hefur starfað í 4 vikur á hverju sumri og fá nemendur þjálfun í uppgrefti og fornleifaskráningu en einnig er kennt með fyrirlestrum, málstofum og verklegum tímum í umsjá fornleifafræðinga og annarra vísindamanna. Þátttakendur í fornleifaskólanum þurfa að hafa hafið nám í fornleifafræði og einnig er æskilegt að áhugasvið þeirra tengist íslenskri fornleifafræði, eða fornleifafræði Norður-Atlantshafsins.

Nánari upplýsingar komar síðar hvenær skólinn verður haldinn næst.

Fornleifaskóli barnanna

Fornleifaskóli barnanna var verkefni sem Fornleifastofnun Íslands tók þátt í ásamt samstarfsaðilum úr Litlulaugaskóla í Reykjadal, Hinu þingeyska fornleifafélagi og fornleifafræðingum við Hunter og Brooklyn Háskóla í New York. Skólinn hefur einnig verið haldinn við Odda á Rangárvöllum í samvinnu við Oddafélagið.

Háskóli Íslands

Fornleifastofnun Íslands tók virkan þátt í stofnun fornleifasviðs við Háskóla Íslands og hefur haldið uppi sterkri samvinnu síðan. Heimasíða sviðsins má finna hér.

UM OKKUR

Fornleifastofnun hefur sett sér metnaðarfull markmið um hágæðarannsóknir á sviði íslenskrar fornleifafræði. Stofnunin hefur einsett sér að vera í fararbroddi vísindalegra rannsókna á íslenskum fornleifum og nær þeim markmiðum með öflugum grunnrannsóknum, nánu samstarfi við innlenda og erlenda vísindamenn og rannsóknarstofnanir, og virkri akademískri umræðu sem meðal annars birtist í öflugu útgáfustarfi. Okkar fólk.

Gagnagrunnur okkar, ÍSLEIF, hefur upplýsingar :

0 Fornminjar á landinu.

(er langstærsta safn sinnar tegundar hér á landi)