FRÉTTIR

Fornleifastofnun Íslands
Fornleifastofnun Íslands10 months ago
Fornleifastofnun Íslands auglýsir eftir fornleifafræðingum til starfa.

Fornleifastofnun Íslands óskar eftir að ráða sjálfstæða og ritfæra fornleifafræðinga/fornleifafræðinema til starfa við fornleifaskráningu. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi gaman af gönguferðum og útivist, brennandi áhuga á fornleifafræði, geti unnið sjálfstætt og skipulega og hafi góða hæfni í mannlegum samskiptum.
Starfið felst í fornleifaskráningu á vettvangi og frágangi gagna – heimildagrúski, viðtölum við bændur, búalið og spekinga, skráningu og kortlagningu rústa og annarra minjastaða auk skýrsluritunar. Skráningin getur nýst sem hluti af nauðsynlegri vettvangsreynslu í námi við HÍ.
Um er að ræða fullt starf sumarið 2021 með möguleika á frekari vinnu í kjölfarið næstu sumur eða til lengri tíma. Nýliðar fá fræðslu um aðferðir og tækjabúnað á vormisseri 2021 og kennt verður á kortaforrit þegar að frágangi kemur.
Frábær vinna og einstakt tækifæri fyrir þá sem vilja öðlast reynslu og hasla sér völl á sviði fornleifafræði. Umsóknir og starfsferilsskrá sendist á netfangið kristborg@fornleif.is fyrir 15. febrúar 2021. #sumarið2021 #frábærttækifæri #framabraut #fornleifaskráning #bestastarfíheimi
Fornleifastofnun Íslands
Fornleifastofnun Íslands10 months ago
Í síðustu viku fór fram opnun sýningarinnar "Underground Iași – Rediscovered (Hi)Stories” við menningarhöllina (Palatul Culturii) í Iași í Rúmeníu en um ræðir gagnvirka sýningu á þeim forngripum sem fundist hafa við uppgrefti í Iași á síðastliðnum áratugum. Fór verkefnið fram á vegum National Museum Complex “Moldova” Iași í samstarfi við Fornleifastofnun Íslands og var styrkt af Uppbyggingarsjóði EES.
Frekari upplýsingar má nálgast á heimasíðu verkefnisins: http://undergroundiasi.ro/en/

Við óskum “Moldova” National Museum Complex of Iaşi innilega til hamingju með þessa glæsilegu sýningu!

//

Last week the exhibition "Underground Iași – Rediscovered (Hi)Stories” opened at the Cultural Palace (Palatul Culturii) in Iași, Romania – an interactive display of archaeological artefacts found during excavations in Iași during the past decades. The project was run by the National Museum Complex “Moldova” Iași in partnership with the Institute of Archaeology, Iceland and was funded by the SEE Grants.
For more information see the project's website: http://undergroundiasi.ro/en/

Congratulations Palatul Culturii din Iași - Complexul Muzeal Național „Moldova" on this wonderful exhibition!

ÚTGÁFA

Smelltu á titlana til að sjá verkefnin.

Bókaskrá.
Ritrýnt fræðirit.
Rit Fornleifastofnunar Íslands, Archaeologia Islandica, kom fyrst út í nóvember 1998. Með útgáfu ritsins er stefnt að því að kynna alþjóðlegum lesendahópi fornleifarannsóknir á Íslandi. Ritið birtir nýjar greinar um íslenska fornleifafræði eða efni tengt henni, allt frá landnámi á 9. öld til síðari tíma. Greinarnar eru á ensku. Ritstjóri er Orri Vésteinsson.
Hér má finna nýjustu rannsóknaskýrslur okkar.

MENNTUN

Fornleifaskólinn

Fornleifaskólinn var settur á stofn árið 1997, og hefur verið starfræktur á nær hverju sumri síðan þá. Hlutverk skólans er að auka þekkingu íslenskra og erlendra nemenda á íslenskri fornleifafræði. Nemendur, hvaðanæva úr heiminum hafa tekið þátt í námskeiðum skólans þar sem þeim eru kennd undirstöðuatriði íslenskrar fornleifafræði. Skólinn hefur starfað í 4 vikur á hverju sumri og fá nemendur þjálfun í uppgrefti og fornleifaskráningu en einnig er kennt með fyrirlestrum, málstofum og verklegum tímum í umsjá fornleifafræðinga og annarra vísindamanna. Þátttakendur í fornleifaskólanum þurfa að hafa hafið nám í fornleifafræði og einnig er æskilegt að áhugasvið þeirra tengist íslenskri fornleifafræði, eða fornleifafræði Norður-Atlantshafsins.

Nánari upplýsingar komar síðar hvenær skólinn verður haldinn næst.

Fornleifaskóli barnanna

Fornleifaskóli barnanna var verkefni sem Fornleifastofnun Íslands tók þátt í ásamt samstarfsaðilum úr Litlulaugaskóla í Reykjadal, Hinu þingeyska fornleifafélagi og fornleifafræðingum við Hunter og Brooklyn Háskóla í New York. Skólinn hefur einnig verið haldinn við Odda á Rangárvöllum í samvinnu við Oddafélagið.

Háskóli Íslands

Fornleifastofnun Íslands tók virkan þátt í stofnun fornleifasviðs við Háskóla Íslands og hefur haldið uppi sterkri samvinnu síðan. Heimasíða sviðsins má finna hér.

UM OKKUR

Fornleifastofnun hefur sett sér metnaðarfull markmið um hágæðarannsóknir á sviði íslenskrar fornleifafræði. Stofnunin hefur einsett sér að vera í fararbroddi vísindalegra rannsókna á íslenskum fornleifum og nær þeim markmiðum með öflugum grunnrannsóknum, nánu samstarfi við innlenda og erlenda vísindamenn og rannsóknarstofnanir, og virkri akademískri umræðu sem meðal annars birtist í öflugu útgáfustarfi. Okkar fólk.

Gagnagrunnur okkar, ÍSLEIF, hefur upplýsingar :

0 Fornminjar á landinu.

(er langstærsta safn sinnar tegundar hér á landi)