FRÉTTIR

Fornleifastofnun Íslands
Fornleifastofnun Íslands6 days ago
Úthlutun úr Rannsóknasjóði.

Tveir sérfræðingar Fornleifastofnunar, Elín Hreiðarsdóttir og Gylfi Helgason, eru meðumsækjendur í verkefninu „Þróun seljabúskapar á Íslandi, 800-1800,“ sem nýverið hlaut um 60 milljón króna styrk. Verkefnið er til þriggja ára og er verkefnastjóri Egill Erlendsson, prófessor við Háskóla Íslands.

Sel voru eins konar útihús frá bæjum. Sel voru yfirleitt staðsett í upp í fjöllum og í þeim voru mjólkandi skepnur hafðar yfir sumartíma. Á Íslandi voru þetta yfirleitt kvennastörf.

Í verkefninu er lögð fram náin þverfagleg samvinna fornvistfræði, landsháttafornleifafræði og sagnfræði til þess að rannsaka upphaf og hnignun seljabúskapar á Íslandi og hvaða vísbendingar það gefur um vistkerfi, félagskerfi, hagkerfi og landbúnaðarkerfi. Í verkefninu verður meðal annars gerð ítarleg greining á seljum sem skráð hafa verið í fornleifaskráningu undanfarin ár, auk þess sem fjöldi selja verður heimsóttur á vettvangi.

Heildarúthlutun Rannsóknasjóðs 2022 má sjá hér: https://www.rannis.is/frettir/uthlutun-ur-rannsoknasjodi-styrkarid-2022?fbclid=IwAR1RPLEAmKxF_rg_fPBjWW3S2UsKcY15rrZN7esXtyuc56sXczBlQBZ_r_o
Fornleifastofnun Íslands
Fornleifastofnun Íslands1 week ago
Út er komin efnismikil skýrsla í tveimur bindum um fornleifaskráningu í eyðibyggðinni Fjörðum í Grýtubakkaheppi. Verkefnið var styrkt af Fornminjasjóði og sveitarfélaginu og fór vettvangsvinna fram árin 2018-2019. Varðveisla minja í Fjörðum er einstaklega góð ef undan eru skildar minjar sem eru næst ströndinni því landbrot er mikið á svæðinu. Með skráningunni hefur fengist heilleg mynd af búskaparháttum, samfélaginu og lífsbaráttunni í Fjörðum og mun sá þekkingargrunnur sem orðinn er til nýtast í fjölbreyttar rannsóknir á menningararfinum þegar fram líða stundir. Hægt er að nálgast skýrslurnar rafrænt hér: https://www.researchgate.net/publication/357830001_FS857_18081_Osnortin_eydibyggd_i_Fjordum_Bindi_I og hér: https://www.researchgate.net/publication/357830900_FS857_18081_Osnortin_eydibyggd_i_Fjordum_Bindi_II

ÚTGÁFA

Smelltu á titlana til að sjá verkefnin.

Bókaskrá.
Ritrýnt fræðirit.
Rit Fornleifastofnunar Íslands, Archaeologia Islandica, kom fyrst út í nóvember 1998. Með útgáfu ritsins er stefnt að því að kynna alþjóðlegum lesendahópi fornleifarannsóknir á Íslandi. Ritið birtir nýjar greinar um íslenska fornleifafræði eða efni tengt henni, allt frá landnámi á 9. öld til síðari tíma. Greinarnar eru á ensku. Ritstjóri er Orri Vésteinsson.
Hér má finna nýjustu rannsóknaskýrslur okkar.

MENNTUN

Fornleifaskólinn

Fornleifaskólinn var settur á stofn árið 1997, og hefur verið starfræktur á nær hverju sumri síðan þá. Hlutverk skólans er að auka þekkingu íslenskra og erlendra nemenda á íslenskri fornleifafræði. Nemendur, hvaðanæva úr heiminum hafa tekið þátt í námskeiðum skólans þar sem þeim eru kennd undirstöðuatriði íslenskrar fornleifafræði. Skólinn hefur starfað í 4 vikur á hverju sumri og fá nemendur þjálfun í uppgrefti og fornleifaskráningu en einnig er kennt með fyrirlestrum, málstofum og verklegum tímum í umsjá fornleifafræðinga og annarra vísindamanna. Þátttakendur í fornleifaskólanum þurfa að hafa hafið nám í fornleifafræði og einnig er æskilegt að áhugasvið þeirra tengist íslenskri fornleifafræði, eða fornleifafræði Norður-Atlantshafsins.

Nánari upplýsingar komar síðar hvenær skólinn verður haldinn næst.

Fornleifaskóli barnanna

Fornleifaskóli barnanna var verkefni sem Fornleifastofnun Íslands tók þátt í ásamt samstarfsaðilum úr Litlulaugaskóla í Reykjadal, Hinu þingeyska fornleifafélagi og fornleifafræðingum við Hunter og Brooklyn Háskóla í New York. Skólinn hefur einnig verið haldinn við Odda á Rangárvöllum í samvinnu við Oddafélagið.

Háskóli Íslands

Fornleifastofnun Íslands tók virkan þátt í stofnun fornleifasviðs við Háskóla Íslands og hefur haldið uppi sterkri samvinnu síðan. Heimasíða sviðsins má finna hér.

UM OKKUR

Fornleifastofnun hefur sett sér metnaðarfull markmið um hágæðarannsóknir á sviði íslenskrar fornleifafræði. Stofnunin hefur einsett sér að vera í fararbroddi vísindalegra rannsókna á íslenskum fornleifum og nær þeim markmiðum með öflugum grunnrannsóknum, nánu samstarfi við innlenda og erlenda vísindamenn og rannsóknarstofnanir, og virkri akademískri umræðu sem meðal annars birtist í öflugu útgáfustarfi. Okkar fólk.

Gagnagrunnur okkar, ÍSLEIF, hefur upplýsingar :

0 Fornminjar á landinu.

(er langstærsta safn sinnar tegundar hér á landi)