FRÉTTIR

Fornleifastofnun Íslands
Fornleifastofnun Íslands5 days ago
Rannsóknir eru hafnar á Ströndum á nýjan leik. Að þessu sinni er viðfangsefnið Akurvík í Árneshreppi. Rannsóknir í Akurvík má rekja til 1988, þegar verbúðatóftir voru rannsakaðar að hluta til vegna landbrots. Markmið rannsóknanna í ár hið sama og fyrr, þ.e. að kanna hversu mikið hefur brotnað af minjunum síðan rannsóknir hófust og meta frekari rannsóknar möguleika. Því miður hefur mikið tapast á haf út, þrátt fyrir það er margt áhugavert að gerast, umfangsmikil dýrabeinalög ásamt verbúðum. Hér má sjá myndir af afrakstri síðustu daga. #Akurvík #verbúðin #Strandir #fornleifastofnun #uib #fornminjasjóður
Fornleifastofnun Íslands
Fornleifastofnun Íslands2 weeks ago
Landbrot við strandlengju Íslands er víða mikið og eykst á ári hverju vegna loftslagsbreytinga. Einn þeirra fjölmörgu staða sem landbrot ógnar er Akurvík sem er forn verstöð í Reykjafirði á Ströndum. Rannsóknarsögu verstöðvarinnar má rekja aftur til ársins 1988 en strax á þeim tíma var landbrot töluvert vandamál á svæðinu. Fyrr á þessu ári fékk rannsóknin: Akurvík, verbúðir á hjara veraldar, styrk úr Fornminjasjóði. Markmið hennar er að meta umfang landbrots frá því rannsóknir hófust og setja rannsóknarniðurstöður í samhengi við aðrar verstöðvar frá sama tímabili.
Fornleifastofnun Íslands
Fornleifastofnun Íslands3 weeks ago
Á Höfnum á Skaga eru umfangsmiklar verstöðvaminjar sem eru í mikilli hættu vegna landbrots. Árið 2022 fór fram grunnrannsókn á svæðinu sem hafði það að markmiði að meta umfang landbrots og forgangsraða rannsóknum á svæðinu á næstu árum. Rannsóknin er samstarfsverkefni Fornleifastofnunar Íslands og Byggðasafns Skagafjarðar. Í vor fékk svo styrkur úr Fornminjasjóði til hefja fornleifauppgröft á því svæði sem talið var í mestum forgangi en það er Hjallanes en þar virðist m.a. hafa farið fram vinnsla á hvalbeinum.

ÚTGÁFA

Smelltu á titlana til að sjá verkefnin.

Bókaskrá.
Ritrýnt fræðirit.
Rit Fornleifastofnunar Íslands, Archaeologia Islandica, kom fyrst út í nóvember 1998. Með útgáfu ritsins er stefnt að því að kynna alþjóðlegum lesendahópi fornleifarannsóknir á Íslandi. Ritið birtir nýjar greinar um íslenska fornleifafræði eða efni tengt henni, allt frá landnámi á 9. öld til síðari tíma. Greinarnar eru á ensku. Ritstjóri er Orri Vésteinsson.
Hér má finna nýjustu rannsóknaskýrslur okkar.

MENNTUN

Fornleifaskólinn

Fornleifaskólinn var settur á stofn árið 1997, og hefur verið starfræktur á nær hverju sumri síðan þá. Hlutverk skólans er að auka þekkingu íslenskra og erlendra nemenda á íslenskri fornleifafræði. Nemendur, hvaðanæva úr heiminum hafa tekið þátt í námskeiðum skólans þar sem þeim eru kennd undirstöðuatriði íslenskrar fornleifafræði. Skólinn hefur starfað í 4 vikur á hverju sumri og fá nemendur þjálfun í uppgrefti og fornleifaskráningu en einnig er kennt með fyrirlestrum, málstofum og verklegum tímum í umsjá fornleifafræðinga og annarra vísindamanna. Þátttakendur í fornleifaskólanum þurfa að hafa hafið nám í fornleifafræði og einnig er æskilegt að áhugasvið þeirra tengist íslenskri fornleifafræði, eða fornleifafræði Norður-Atlantshafsins.

Nánari upplýsingar komar síðar hvenær skólinn verður haldinn næst.

Fornleifaskóli barnanna

Fornleifaskóli barnanna var verkefni sem Fornleifastofnun Íslands tók þátt í ásamt samstarfsaðilum úr Litlulaugaskóla í Reykjadal, Hinu þingeyska fornleifafélagi og fornleifafræðingum við Hunter og Brooklyn Háskóla í New York. Skólinn hefur einnig verið haldinn við Odda á Rangárvöllum í samvinnu við Oddafélagið.

Háskóli Íslands

Fornleifastofnun Íslands tók virkan þátt í stofnun fornleifasviðs við Háskóla Íslands og hefur haldið uppi sterkri samvinnu síðan. Heimasíða sviðsins má finna hér.

UM OKKUR

Fornleifastofnun hefur sett sér metnaðarfull markmið um hágæðarannsóknir á sviði íslenskrar fornleifafræði. Stofnunin hefur einsett sér að vera í fararbroddi vísindalegra rannsókna á íslenskum fornleifum og nær þeim markmiðum með öflugum grunnrannsóknum, nánu samstarfi við innlenda og erlenda vísindamenn og rannsóknarstofnanir, og virkri akademískri umræðu sem meðal annars birtist í öflugu útgáfustarfi. Okkar fólk.

Gagnagrunnur okkar, ÍSLEIF, hefur upplýsingar :

0 Fornminjar á landinu.

(er langstærsta safn sinnar tegundar hér á landi)