FRÉTTIR

Fornleifastofnun Íslands
Fornleifastofnun Íslands7 hours ago
Við viljum benda á tvö sumarstörf við Háskóla Íslands sem henta nemum í fornleifafræði. Í báðum tilvikum er um að ræða verkefni sem unnin verða í samstarfi við Fornleifastofnun. Umsóknarfrestur er 5. júní.
https://form.vinnumalastofnun.is/sumarstorf/jobslist.aspx?t=Jobs&psearch=fornleifar&Submit=Leita+a%C3%B0+starfi&psearchtype=
Fornleifastofnun Íslands
Fornleifastofnun Íslands22 hours ago
Þessa dagana er verið að skrá fornminjar í Hrunamannahreppi. Meðal þeirra jarða sem verið er að skrá er Hörgsholt. Jörðin er komin í eyði og er varðveisla minja þar mjög góð eins og myndirnar gefa til kynna.

Fornleifastofnun hefur skráð minjar í Hrunamannahreppi undanfarin ár og meðfylgjandi slóð vísar á fyrstu áfangaskýrslu aðalskráningar fornminja í sveitarfélaginu.

https://www.researchgate.net/publication/338886314_Adalskraning_fornminja_i_Hrunamannahreppi
Fornleifastofnun Íslands
Fornleifastofnun Íslands2 days ago
Vikuna 11.-16. maí var unnið að uppgreftri á Bergsstöðum í Þjórsárdal. Þessir forláta gripir fundust m.a. við rannsóknina auk þriggja soðholna. Unnið verður út uppgraftargögnunum á haustdögum.
Fornleifastofnun Íslands
Fornleifastofnun Íslands5 days ago
Fornleifastofnun Íslands hlýtur styrki til rannsókna á ritmenningarsetrum íslenskra miðalda.

Í gær, uppstigningardag, tók Fornleifastofnun Íslands á móti styrk til rannsókna á Staðarhóli í Dölum en styrkinn afhenti Lilja Dögg Alfreðsdóttir, (Mennta- og menningarmálaráðuneytið) í formlegri athöfn í Bókhlöðu Snorrastofu í Reykholti. Styrkurinn var einn af sex styrkjum sem veittir voru til verkefna sem snúa að rannsóknum á ritunarmiðstöðvum miðhalda, umhverfi þeirra og menningu.

Verkefnið sem Fornleifastofnun er í forsvari fyrir nefnist „Staðarhóll í Dölum: Höfuðból í minjum, sögu og sagnaritun." Markmið verkefnisins er að rannsaka og að auka þekkingu á sagnaritun Sturlu Þórðarssonar og Staðarhóli, jörðina þar sem hann bjó um áratuga skeið og er oftast kenndur við. Markmið rannsóknanna er að varpa ljósi á forsendur ritmenningar á staðnum með víðtækum rannsóknum á landsháttum, minjum og ritheimildum. Bæjarstæði Staðarhóls, hjáleigur, engjar og úthagar, seljalönd, ítök og auðlindir verða í forgrunni og verða niðurstöður bornar saman við önnur höfðingjasetur frá miðöldum. Auk Elínar Óskar Hreiðardsóttur sem tók við styrknum í gær koma að verkinu hópur fræðimanna hjá Fornleifastofnun Íslands og fræðimenn úr ýmsum öðrum áttum s.s. ýmsir fræðimenn frá Háskóli Íslands, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Þjóðskjalasafn Íslands.

Auk rannsókna á Staðarhóli munu fornleifafræðingar Fornleifastofnunar sjá um margvíslegar fornleifafræðilegar rannsóknir í Odda en stofnunin er þáttakandi í „Oddarannsóknum,“ (Oddarannsóknin) þverfaglegu verkefni undir stjórn Helga Þorlákssonar sem einnig hlaut styrk í gær úr RÍM-sjóði. Bæði verkefnin hefjast síðar í sumar og munum við birta frekari tíðindi af þeim þegar fram líða stundir.
Nánari upplýsingar um úthlutunina, verkefni og styrkþega er að finna á heimasíðu Snorrastofu:

https://snorrastofa.is/styrkjum-uthlutad-vegna-verkefnisins-ritmenning-islenskra-midalda-rim/

Myndirnar tók Guðlaugur Óskarsson
Fornleifastofnun Íslands
Fornleifastofnun Íslands2 weeks ago
Hèr má sjá brot af þeim gripum sem biðu okkar á yfirborði þegar við mættum á Bergsstaði í morgun en svæðið er markað af uppblæstri #FSÍ #Þjórsárdalur
Fornleifastofnun Íslands
Fornleifastofnun Íslands2 weeks ago
Uppgraftarsumarið hófst í dag á Bergsstöðum í Þjórsársal. Munum vera hér alla vikuna og skella inn myndum reglulega! #FSÍ #Þjórsárdalur #víkingaöld

ÞJÓNUSTA

SKRÁNING

Fornleifaskráning er skipuleg kortlagning allra fornleifa, þ.e. mannvistarleifa sem eru eldri en 100 ára og teljast því friðhelgar skv. þjóðminjalögum. Frá árinu 1993 hefur Fornleifastofnun Íslands unnið að fornleifaskráningu víða um land og unnið jafnt og þétt að því að bæta skráningarkerfið, geymslu og miðlun gagnanna. Fornleifaskráningu er skipt í svæðis-, aðal- og deiliskráningu.

Frekari upplýsingar má finna hér

UPPGRÖFTUR

Fjölmargir uppgreftir eru gerðir á vegum Fornleifastofnunar á hverju ári. Þar er bæði um að ræða stór verkefni sem eru unnin á mörgum árum og smærri fornleifakannanir sem oft eru gerðar fyrir framkvæmdaaðila, t.d. Vegagerðina eða sveitarfélög og verkfræðistofur sem fyrirhuga byggingar og aðrar stórframkvæmdir.

ÁHÆTTUMAT

Góð skipulags- og hönnunarvinna byggir á þekkingu á landsháttum og áhrifum byggingar á umhverfið. Við sérhæfum okkur í áhættumati á menningarminjum. Hafa samband.

FORVARSLA GRIPA

Við forverjum og skráum gripi. Hafið samband fyrir frekari upplýsingar.

MENNINGARMINJAR OG FERÐAMENNSKA

Okkar fólk hefur mikla reynslu af menningartengdri ferðamennsku. Sjá nánar hér.

ÚTGÁFA

Smelltu á titlana til að sjá verkefnin.

Bókaskrá.
– Í vinnslu.
Ritrýnt fræðirit.
Rit Fornleifastofnunar Íslands, Archaeologia Islandica, kom fyrst út í nóvember 1998. Með útgáfu ritsins er stefnt að því að kynna alþjóðlegum lesendahópi fornleifarannsóknir á Íslandi. Ritið birtir nýjar greinar um íslenska fornleifafræði eða efni tengt henni, allt frá landnámi á 9. öld til síðari tíma. Greinarnar eru á ensku. Ritstjóri er Orri Vésteinsson.
Hér má finna nýjustu rannsóknaskýrslur okkar.

MENNTUN

Fornleifaskólinn

Fornleifaskólinn var settur á stofn árið 1997, og hefur verið starfræktur á hverju sumri síðan þá. Hlutverk skólans er að auka þekkingu íslenskra og erlendra nemenda á íslenskri fornleifafræði. Nemendur, hvaðanæva úr heiminum hafa tekið þátt í námskeiðum skólans þar sem þeim eru kennd undirstöðuatriði íslenskrar fornleifafræði. Skólinn starfar í 4 vikur á hverju sumri og fá nemendur þjálfun í uppgrefti og fornleifaskráningu en einnig er kennt með fyrirlestrum, málstofum og verklegum tímum í umsjá fornleifafræðinga og annarra vísindamanna. Þátttakendur í fornleifaskólanum þurfa að hafa hafið nám í fornleifafræði og einnig er æskilegt að áhugasvið þeirra tengist íslenskri fornleifafræði, eða fornleifafræði Norður-Atlantshafsins. Síða skólans.

Fornleifaskóli barnanna

Fornleifaskóli barnanna er verkefni sem Fornleifastofnun Íslands hefur tekið þátt í undanfarin þrjú ár ásamt samstarfsaðilum úr Litlulaugaskóla í Reykjadal, Hinu þingeyska fornleifafélagi og fornleifafræðingum við Hunter og Brooklyn Háskóla í New York. Síða skólans.

Háskóli Íslands

Fornleifastofnun Íslands tók virkan þátt í stofnun fornleifasviðs við Háskóla Íslands og hefur haldið uppi sterkri samvinnu síðan. Heimasíða sviðsins má finna hér.

UM OKKUR

Fornleifastofnun hefur sett sér metnaðarfull markmið um hágæðarannsóknir á sviði íslenskrar fornleifafræði. Stofnunin hefur einsett sér að vera í fararbroddi vísindalegra rannsókna á íslenskum fornleifum og nær þeim markmiðum með öflugum grunnrannsóknum, nánu samstarfi við innlenda og erlenda vísindamenn og rannsóknarstofnanir, og virkri akademískri umræðu sem meðal annars birtist í öflugu útgáfustarfi. Okkar fólk.

Gagnagrunnur okkar, ÍSLEIF, hefur upplýsingar :

0 Fornminjar á landinu.

(er langstærsta safn sinnar tegundar hér á landi)