FRÉTTIR

Fornleifastofnun Íslands
Fornleifastofnun Íslands1 day ago
Túnið á Hofi á Flateyjardal er krökkt af minjum frá ýmsum tímum og eru sumar þeirra friðlýstar. Talið hefur verið að ein af fornlegri tóftunum sé af hofi sem bærinn dragi nafn sitt af. Daniel Bruun kom að Hofi árið 1907 og gerði meðfylgjandi teikningar af minjum í túninu og af bænum en þær eru aðgengilegar á vef danska Þjóðminjasafnins https://samlinger.natmus.dk/dmr/asset/165541.
Fornleifastofnun Íslands
Fornleifastofnun Íslands1 week ago
Fornminjasjóður og Þingeyjarsveit styrkja verkefnið Eyðibyggð á ystu annesjum Þingeyjarsveitar sem hefur að markmiði að skrá menningarminjar á Flateyjardal og í Náttfaravíkum. Nú er vettvangsskráning á dalnum langt komin og er þar fjöldi spennandi og fallegra minja, eins og vænta mátti í þessari afskekktu og fögru sveit. Á meðfylgjandi loftljósmynd má sjá túnið á Brettingsstöðum. Þar var tvíbýli fram til 1953 þegar jörðin fór í eyði og hefur ekki verið búið á Flateyjardal síðan. Á komandi sumri er ætlunin að fara í Náttfaravíkur.

ÚTGÁFA

Smelltu á titlana til að sjá verkefnin.

Bókaskrá.
Ritrýnt fræðirit.
Rit Fornleifastofnunar Íslands, Archaeologia Islandica, kom fyrst út í nóvember 1998. Með útgáfu ritsins er stefnt að því að kynna alþjóðlegum lesendahópi fornleifarannsóknir á Íslandi. Ritið birtir nýjar greinar um íslenska fornleifafræði eða efni tengt henni, allt frá landnámi á 9. öld til síðari tíma. Greinarnar eru á ensku. Ritstjóri er Orri Vésteinsson.
Hér má finna nýjustu rannsóknaskýrslur okkar.

MENNTUN

Fornleifaskólinn

Fornleifaskólinn var settur á stofn árið 1997, og hefur verið starfræktur á nær hverju sumri síðan þá. Hlutverk skólans er að auka þekkingu íslenskra og erlendra nemenda á íslenskri fornleifafræði. Nemendur, hvaðanæva úr heiminum hafa tekið þátt í námskeiðum skólans þar sem þeim eru kennd undirstöðuatriði íslenskrar fornleifafræði. Skólinn hefur starfað í 4 vikur á hverju sumri og fá nemendur þjálfun í uppgrefti og fornleifaskráningu en einnig er kennt með fyrirlestrum, málstofum og verklegum tímum í umsjá fornleifafræðinga og annarra vísindamanna. Þátttakendur í fornleifaskólanum þurfa að hafa hafið nám í fornleifafræði og einnig er æskilegt að áhugasvið þeirra tengist íslenskri fornleifafræði, eða fornleifafræði Norður-Atlantshafsins.

Nánari upplýsingar komar síðar hvenær skólinn verður haldinn næst.

Fornleifaskóli barnanna

Fornleifaskóli barnanna var verkefni sem Fornleifastofnun Íslands tók þátt í ásamt samstarfsaðilum úr Litlulaugaskóla í Reykjadal, Hinu þingeyska fornleifafélagi og fornleifafræðingum við Hunter og Brooklyn Háskóla í New York. Skólinn hefur einnig verið haldinn við Odda á Rangárvöllum í samvinnu við Oddafélagið.

Háskóli Íslands

Fornleifastofnun Íslands tók virkan þátt í stofnun fornleifasviðs við Háskóla Íslands og hefur haldið uppi sterkri samvinnu síðan. Heimasíða sviðsins má finna hér.

UM OKKUR

Fornleifastofnun hefur sett sér metnaðarfull markmið um hágæðarannsóknir á sviði íslenskrar fornleifafræði. Stofnunin hefur einsett sér að vera í fararbroddi vísindalegra rannsókna á íslenskum fornleifum og nær þeim markmiðum með öflugum grunnrannsóknum, nánu samstarfi við innlenda og erlenda vísindamenn og rannsóknarstofnanir, og virkri akademískri umræðu sem meðal annars birtist í öflugu útgáfustarfi. Okkar fólk.

Gagnagrunnur okkar, ÍSLEIF, hefur upplýsingar :

0 Fornminjar á landinu.

(er langstærsta safn sinnar tegundar hér á landi)