FRÉTTIR

Fornleifastofnun Íslands

Service archéologique
2K

Fornleifastofnun Íslands er sjálfseignarstofnun og starfar eftir skipulagsskrá sem staðfest var af hálfu dómsmálaráðuneytisins þann 7. júlí 1995. Tilgangur FSÍ er að efla rannsóknir og útgáfustarfsemi á sviði fornleifafræði.

Fornleifastofnun Íslands

Fornleifastofnun Íslands

3 weeks 20 hours ago

Fornleifastofnun Íslands updated their profile picture.

Fornleifastofnun Íslands

Fornleifastofnun Íslands

3 weeks 20 hours ago

Minjaþing, afmælisrit helgað Mjöll Snæsdóttur fornleifafræðingi sem varð 70 ára nýlega, er komið út í helstu bókabúðir! Ritið geymir mikið úrval fræðigreina eftir samferðafólk Mjallar um fjölbreytt menningarsöguleg efni og mun brot af því birtast á síðunni hægt og rólega. Í ritinu eru yfir 20 greinar, þar með talið:

Elín Ósk Hreiðarsdóttir: Minni og gleymska: týndir landshættir í
Skaftártungu.
Gavin Lucas: Skál! Drykkjuskapur í Skálholti á 17. og 18. öld.
Gylfi Helgason: Helgar lindir á Vesturlandi: Landsháttafræðilegt sjónarhorn.
Kristborg Þórsdóttir: Oddalönd öll.
Lísabet Guðmundsdóttir: Mungátslepjandi víkingar í 101 Reykjavík.
Ragnheiður Gló Gylfadóttir: Af garðlögum í Flóanum.

Hægt er að kaup bókina beint af Fornleifastofnun með því að senda póst á Kristborg [at] fornleif [dot] is - verð 5900 kr.

Fornleifastofnun Íslands

Fornleifastofnun Íslands

1 month 1 day ago

Sýningin um rannsóknina á Hofstöðum opnaði í febrúar á Þjóðminjasafninu, en þar fannst m.a. veisluskáli frá víkingaöld og kirkjugarður. Rannsóknin hefur staðið í rúm 30 ár, og er enn í gangi. Markmið sýningarinnar er að kynna það margþætta ferli sem fornleifarannsókn er.

Í Hofstaðatúninu eru arðför frá 10. öld sem benda til ræktunar. Þá sýna frærannsóknir að krækiber og haugarfi voru líklega nýtt til matar á Hofstöðum en til gamans má geta þess að sérstaklega mikið fannst af krækiberjafræjum í útikamrinum.

Sýningin er unnin í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands/ National Museum of Iceland og mun standa í tvö ár

Fornleifastofnun Íslands

Fornleifastofnun Íslands

2 months 6 days ago

Í Odda á Rangárvöllum var talsverð hjáleigubyggð og er eitt af markmiðum Oddarannsóknarinnar að varpa ljósi á upphaf og þróun hennar.

Fornleifastofnun Íslands

Fornleifastofnun Íslands

3 months 6 days ago

24.
Fornleifarannsóknir leiða okkur um allt land, niður í fjöru og inn til fjalla. Síðasta myndin í jóladagatali Fornleifastofnunar að þessu sinni er af Kristborgu Þórsdóttur fornleifafræðingi við skráningu sunnan Langjökuls,en þar voru skráðar minjar í haust í tengslum við hugmyndir um mögulega virkjun. Með myndinni vilja starfsmenn Fornleifastofnunar óska vinum og samstarfsfólki gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári! #fornleifskráning #óbyggðirnarkalla #Gleðilegjól #jóladagatalFSÍ

Fornleifastofnun Íslands

Fornleifastofnun Íslands

3 months 1 week ago

23.
Í haust voru skráðar minjar í dalsmynni Svarfaðardals og var m.a. mælt upp talsvert af garðlögum innan marka þess deiliskipulags sem var til úttektar. Er þetta raunar í þriðja sinn sem fornleifafræðingar Fornleifastofnunar kanna garðlög á þessum slóðum. Garðlögin fundust upphaflega við aðalskráningu í sveitarfélaginu 2002 en voru heimsótt aftur 2010 þegar Fornleifastofnun tók könnunarskurði í nokkur þeirra en það var hluti af rannsóknum á forngörðum á þessum slóðum. Rannsóknir Fornleifastofnunar á garðlögum á Norðausturlandi spanna nú á þriðja áratug og gaman er að vekja athygli á nýrri bók Árna Einarssonar líffræðings, Tíminn sefur, en bókin byggir einmitt á áralangri samvinnu Árna og Fornleifastofnunar um rannsóknir á forngörðum á þessum slóðum. #forngarðar #Svarfaðardalur #Tíminnsefur #jóladagatalFSÍ

Fornleifastofnun Íslands

Fornleifastofnun Íslands

3 months 1 week ago

22.
Áfram var haldið með aðalskráningu í Fljótshlíð í Rangárþingi Eystra í sumar. Þar fannst m.a. þessi laglega þyrping fjárborga, Taglaborgir, í landi jarðarinnar Teigs. Á svæðinu leyndust fleiri en 30 borgir og beitarhús og er ljóst að minjarnar spanna langa sögu útbeitar á svæðinu. #fornleifaskráning #fjárborgir #Fljótshlíð #RangárþingEystra #jóladagatalFSÍ

Fornleifastofnun Íslands

Fornleifastofnun Íslands

3 months 1 week ago

21.
Í ár var síðari hluta uppgraftar á Steinbryggjunni í Reykjavík lokið. Auk uppgraftarins höfðu starfsmenn Fornleifastofnunar eftirlit með þeim framkvæmdum sem nauðsynlegar voru til að gera bryggjuna aðgengilega almenningi en frágangi á bryggjunni er nú lokið. Gaman hefur verið að taka þátt í að gera minjarnar aðgengilegar og er mikið gleðiefni að sjá þann mikla áhuga sem verið hefur á að gera þessum hluta borgarsögunnar hátt undir höfði. #Steinbryggjan #Reykjavík #minjarundirmalbiki #jóladagatalFSÍ

Fornleifastofnun Íslands

Fornleifastofnun Íslands

3 months 1 week ago

20.
Fyrirhugaðar eru breytingar á veginum um Brekknaheiði nærri Þórshöfn og voru minjar innan áhrifasvæðis vegstæða kannaðar nú á haustdögum. Í skráningunni var m.a. skráð býlið Vegamót, sem byggt var laust eftir 1930 en er nú að hruni komið. Býlið er dæmi um minjastað ekki telst til friðaðra minja (eða húsa) en er engu að síður áhugaverður hluti af sögu þéttbýlisins á Þórshöfn. Því var talið mikilvægt að skrá og safna upplýsingum um býlið enda allar líkur á því að það hverfi á næstu árum. #fornleifaskráning #Brekknaheiði #Vegamót #jóladagatalFSÍ

Fornleifastofnun Íslands

Fornleifastofnun Íslands

3 months 1 week ago

19.
Stæðilegt fjós var reist í Ólafsdal á árunum 1897-1898 en um þær mundir var blómaskeið búnaðarskólans. Vandað var til verksins og kom hluti af því grjóti sem notað var í hleðsluna alla leið frá Kleifum innst í Gilsfirði. Fjósið stóð enda vel og var í notkun allt fram til 1970. Einn liður í fyrirhugaðri uppbyggingu í Ólafsdal á vegum Minjaverndar er að endurgera fjósið og útbúa í því íbúðir. Voru framkvæmdir í tengslum við þessar fyrirætlanir vaktaðar af fornleifafræðingum Fornleifastofnunar í sumar og könnunaskurðir teknir við fjósið. Á myndinni eru Guðrún Alda Gísladóttir fornleifafræðingur og Bjarni Guðmundsson áður prófessor á Hvanneyri við upphaf framkvæmda. #nýminjar #Ólafsdalur #Minjavernd #fjós #búnaðarskóli #jóladagatalFSÍ

ÞJÓNUSTA

SKRÁNING

Fornleifaskráning er skipuleg kortlagning allra fornleifa, þ.e. mannvistarleifa sem eru eldri en 100 ára og teljast því friðhelgar skv. þjóðminjalögum. Frá árinu 1993 hefur Fornleifastofnun Íslands unnið að fornleifaskráningu víða um land og unnið jafnt og þétt að því að bæta skráningarkerfið, geymslu og miðlun gagnanna. Fornleifaskráningu er skipt í svæðis-, aðal- og deiliskráningu.

Frekari upplýsingar má finna hér

UPPGRÖFTUR

Fjölmargir uppgreftir eru gerðir á vegum Fornleifastofnunar á hverju ári. Þar er bæði um að ræða stór verkefni sem eru unnin á mörgum árum og smærri fornleifakannanir sem oft eru gerðar fyrir framkvæmdaaðila, t.d. Vegagerðina eða sveitarfélög og verkfræðistofur sem fyrirhuga byggingar og aðrar stórframkvæmdir.

ÁHÆTTUMAT

Góð skipulags- og hönnunarvinna byggir á þekkingu á landsháttum og áhrifum byggingar á umhverfið. Við sérhæfum okkur í áhættumati á menningarminjum. Hafa samband.

FORVARSLA GRIPA

Við forverjum og skráum gripi. Hafið samband fyrir frekari upplýsingar.

MENNINGARMINJAR OG FERÐAMENNSKA

Okkar fólk hefur mikla reynslu af menningartengdri ferðamennsku. Sjá nánar hér.

ÚTGÁFA

Smelltu á titlana til að sjá verkefnin.

BÓKAÚTGÁFA
Bókaskrá.
– Í vinnslu.
ARCHAEOLOGIA ISLANDICA
Ritrýnt fræðirit.
Rit Fornleifastofnunar Íslands, Archaeologia Islandica, kom fyrst út í nóvember 1998. Með útgáfu ritsins er stefnt að því að kynna alþjóðlegum lesendahópi fornleifarannsóknir á Íslandi. Ritið birtir nýjar greinar um íslenska fornleifafræði eða efni tengt henni, allt frá landnámi á 9. öld til síðari tíma. Greinarnar eru á ensku. Ritstjóri er Orri Vésteinsson.
RANNSÓKNASKÝRSLUR
Hér má finna nýjustu rannsóknaskýrslur okkar.

MENNTUN

Fornleifaskólinn

Fornleifaskólinn var settur á stofn árið 1997, og hefur verið starfræktur á hverju sumri síðan þá. Hlutverk skólans er að auka þekkingu íslenskra og erlendra nemenda á íslenskri fornleifafræði. Nemendur, hvaðanæva úr heiminum hafa tekið þátt í námskeiðum skólans þar sem þeim eru kennd undirstöðuatriði íslenskrar fornleifafræði. Skólinn starfar í 4 vikur á hverju sumri og fá nemendur þjálfun í uppgrefti og fornleifaskráningu en einnig er kennt með fyrirlestrum, málstofum og verklegum tímum í umsjá fornleifafræðinga og annarra vísindamanna. Þátttakendur í fornleifaskólanum þurfa að hafa hafið nám í fornleifafræði og einnig er æskilegt að áhugasvið þeirra tengist íslenskri fornleifafræði, eða fornleifafræði Norður-Atlantshafsins. Síða skólans.

Fornleifaskóli barnanna

Fornleifaskóli barnanna er verkefni sem Fornleifastofnun Íslands hefur tekið þátt í undanfarin þrjú ár ásamt samstarfsaðilum úr Litlulaugaskóla í Reykjadal, Hinu þingeyska fornleifafélagi og fornleifafræðingum við Hunter og Brooklyn Háskóla í New York. Síða skólans.

Háskóli Íslands

Fornleifastofnun Íslands tók virkan þátt í stofnun fornleifasviðs við Háskóla Íslands og hefur haldið uppi sterkri samvinnu síðan. Heimasíða sviðsins má finna hér.

UM OKKUR

Fornleifastofnun hefur sett sér metnaðarfull markmið um hágæðarannsóknir á sviði íslenskrar fornleifafræði. Stofnunin hefur einsett sér að vera í fararbroddi vísindalegra rannsókna á íslenskum fornleifum og nær þeim markmiðum með öflugum grunnrannsóknum, nánu samstarfi við innlenda og erlenda vísindamenn og rannsóknarstofnanir, og virkri akademískri umræðu sem meðal annars birtist í öflugu útgáfustarfi. Okkar fólk.

Gagnagrunnur okkar, ÍSLEIF, hefur upplýsingar :

0 Fornminjar á landinu.

(er langstærsta safn sinnar tegundar hér á landi)