FRÉTTIR

Fornleifastofnun Íslands
Fornleifastofnun Íslands5 days ago
Út er komin lokaskýrsla verkefnisins Hernámið frá sjónarhóli fornleifafræðinnar sem styrkt var af Fornminjasjóði. Verkefnið var samstarfi Fornleifastofnunar Íslands, Háskóla Íslands og Oslóarháskóla. Rannsóknin náði til herstöðva á Skálum á Langanesi, á Núpsfjalli í Ölfusi og í Hvítanesi í Hvalfirði. Öll voru svæðin skráð og minjar alls staðar uppmældar. Á Skálum voru að auki grafnir könnunarskurðir á völdum stöðum og á Núpafjalli var gengið kerfisbundið um valin svæði til að safna gripum.

Skýslan sem nú er komin út fjallar um minjar í Hvítanesi. Þar má enn sjá leifar af bröggum, bryggjum, skotgröfum og umsvifamiklu vegakerfi og járnbrautarteinum ásamt fjölmörgum öðrum minjum sem veitt geta upplýsingar um skipulag flotastöðvarinnar og daglegt líf hermanna. Á svæðinu var m.a. spítali, bíóhús, krá og verslun, fótboltavöllur, baðhús og samkomubraggar.

Rannsóknin veitir innsýn í efnismenningu hernámsins og varpar nýju ljósi á aðbúnað og daglegt líf í herkömpum hér á landi.

Herminjar teljast ekki til friðaðra fornminja á Íslandi og eru því viðkvæmur minjaflokkur. Niðurstöður rannsóknarinnar undirstrika mikilvægi þess að skrá og rannsaka slíkar minjar, enda eru þær víða í hættu vegna ágangs náttúru og framkvæmda.

Fyrir áhugasama má nálgast skýrsluna um Hvítanes hér:
http://dx.doi.org/10.13140/RG.2.2.24795.07200

ÚTGÁFA

Smelltu á titlana til að sjá verkefnin.

Bókaskrá.
Ritrýnt fræðirit.
Rit Fornleifastofnunar Íslands, Archaeologia Islandica, kom fyrst út í nóvember 1998. Með útgáfu ritsins er stefnt að því að kynna alþjóðlegum lesendahópi fornleifarannsóknir á Íslandi. Ritið birtir nýjar greinar um íslenska fornleifafræði eða efni tengt henni, allt frá landnámi á 9. öld til síðari tíma. Greinarnar eru á ensku. Ritstjóri er Orri Vésteinsson.
Hér má finna nýjustu rannsóknaskýrslur okkar.

MENNTUN

Fornleifaskólinn

Fornleifaskólinn var settur á stofn árið 1997, og hefur verið starfræktur á nær hverju sumri síðan þá. Hlutverk skólans er að auka þekkingu íslenskra og erlendra nemenda á íslenskri fornleifafræði. Nemendur, hvaðanæva úr heiminum hafa tekið þátt í námskeiðum skólans þar sem þeim eru kennd undirstöðuatriði íslenskrar fornleifafræði. Skólinn hefur starfað í 4 vikur á hverju sumri og fá nemendur þjálfun í uppgrefti og fornleifaskráningu en einnig er kennt með fyrirlestrum, málstofum og verklegum tímum í umsjá fornleifafræðinga og annarra vísindamanna. Þátttakendur í fornleifaskólanum þurfa að hafa hafið nám í fornleifafræði og einnig er æskilegt að áhugasvið þeirra tengist íslenskri fornleifafræði, eða fornleifafræði Norður-Atlantshafsins.

Nánari upplýsingar komar síðar hvenær skólinn verður haldinn næst.

Fornleifaskóli barnanna

Fornleifaskóli barnanna var verkefni sem Fornleifastofnun Íslands tók þátt í ásamt samstarfsaðilum úr Litlulaugaskóla í Reykjadal, Hinu þingeyska fornleifafélagi og fornleifafræðingum við Hunter og Brooklyn Háskóla í New York. Skólinn hefur einnig verið haldinn við Odda á Rangárvöllum í samvinnu við Oddafélagið.

Háskóli Íslands

Fornleifastofnun Íslands tók virkan þátt í stofnun fornleifasviðs við Háskóla Íslands og hefur haldið uppi sterkri samvinnu síðan. Heimasíða sviðsins má finna hér.

UM OKKUR

Fornleifastofnun hefur sett sér metnaðarfull markmið um hágæðarannsóknir á sviði íslenskrar fornleifafræði. Stofnunin hefur einsett sér að vera í fararbroddi vísindalegra rannsókna á íslenskum fornleifum og nær þeim markmiðum með öflugum grunnrannsóknum, nánu samstarfi við innlenda og erlenda vísindamenn og rannsóknarstofnanir, og virkri akademískri umræðu sem meðal annars birtist í öflugu útgáfustarfi. Okkar fólk.

Gagnagrunnur okkar, ÍSLEIF, hefur upplýsingar :

0 Fornminjar á landinu.

(er langstærsta safn sinnar tegundar hér á landi)