FRÉTTIR

Fornleifastofnun Íslands
Fornleifastofnun Íslands10 hours ago
7. Miðlun rannsókna er veigamikill þáttur í starfinu á Fornleifastofnun. Ár hvert er gefið út talsvert af rituðu efni, t.d. nokkrir tugir vandaðra rannsóknaskýrslna. Ýmis önnur útgáfa s.s. greinar, og bókakaflar koma út ár hvert en ein mikilvægustu tíðindin í útgáfumálum í ár voru án efa þegar fyrsta bindi Skálholtsrannsókna leit dagsins ljós snemma á árinu. Bókin Skálholt: Excavations of a Bishop´s Residence and School c. 1650-1790. Volume 1: The Site er á ensku með samantekt á íslensku. Í bókinni er rakin híbýlaþróun í Skálholti á þessu skeiði en óhætt er að segja að híbýli biskupsins hafi verið ólík því sem tíðkast í sveitum landsins en gat þar að líta margar forvitnilegar og óvenjulegar byggingar. Stefnt er að því að II. bindi rannsókna sem helgað ef gripum og efnismenningu staðarins komi út í árslok 2023 og þriðja bindið sem fjallar um umhverfisrannsóknir í Skálholti fylgi í kjölfarið 2024. Bókin um Skálholt er fáanleg í nýrri vefverslun Fornleifastofnunar sem opnaði á árinu og í helstu bókabúðum. #Skálholt #jóladagatalFSÍ #íslenskahástéttin #útgáfa
Fornleifastofnun Íslands
Fornleifastofnun Íslands1 day ago
6. Í ár styrkti Rannís verkefnið „Þróun seljabúskapar á Íslandi 800-1800“ til þriggja ára. Í rannsókninni verður leitast við að svara spurningum um upphaf og hnignum seljabúskapar hér á landi og kannað hvaða vísbendingar seljabúskapur fyrri alda getur gefið um vist-, félags-, hag- og landbúnaðarkerfi á Íslandi frá 800 til 1800. Til að svara þessum spurningum verða nýtt ýmis verkfæri fornvistfræði, fornleifafræði og sagnfræði og eru aðferðir landsháttafornleifafræði í forgrunni. Sel voru eins konar útstöðvar frá bæjum. Þau voru gjarnan nokkurn spöl frá bæjum, inn til dala eða upp til fjalla og þar voru mjólkandi skepnur voru hafðar yfir sumartíma. Á Íslandi voru vinna í seljum yfirleitt talin til kvennastarfa, a.m.k. á seinni öldum, en víða annars staðar í heiminum voru og eru það gjarnan karlar sem sjá um þessi verk, því þótt seljabúskapur hafi að mestu lagst af á Íslandi á 18.-19. öld er hann enn stundaður víðs vegar í heiminum. Margvíslegar athuganir hafa verið unnar á þessu fyrsta ári rannsókna. Á vettvangi var unnið að gerð könnunarskurða og borkjarnatöku í Svarfaðardal og Hörgárdal/Öxnadal og voru samtals könnuð 12 sel. Fyrstu niðurstöður rannsóknanna eru áhugaverðar en þær benda til að flest seljanna hafi risið eftir 1300. Auk könnunarskurða voru tekin sýni fyrir bæði örformgerðargreiningu og greiningu skordýraleifa sem verið er að vinna úr þessi misseri. Að auki hefur farið fram talsverð vinna með eldri skráningargögn sem Fornleifastofnun hefur á undanförnum aldarfjórðungi safnað um sel víðs vegar um landi og verða þau nýtt til margs konar greininga s.s. sjónlínugreiningar (hvaða engjar, votlendi og fleira sjást frá seljum) og kostnaðargreiningu á leiðum milli selja og heimabæja (Least-cost path analysis).
#Rannís #TransIce #fornvistfræði #fornleifauppgröftur #borkjarnar #jóladagatalFSÍ

ÚTGÁFA

Smelltu á titlana til að sjá verkefnin.

Bókaskrá.
Ritrýnt fræðirit.
Rit Fornleifastofnunar Íslands, Archaeologia Islandica, kom fyrst út í nóvember 1998. Með útgáfu ritsins er stefnt að því að kynna alþjóðlegum lesendahópi fornleifarannsóknir á Íslandi. Ritið birtir nýjar greinar um íslenska fornleifafræði eða efni tengt henni, allt frá landnámi á 9. öld til síðari tíma. Greinarnar eru á ensku. Ritstjóri er Orri Vésteinsson.
Hér má finna nýjustu rannsóknaskýrslur okkar.

MENNTUN

Fornleifaskólinn

Fornleifaskólinn var settur á stofn árið 1997, og hefur verið starfræktur á nær hverju sumri síðan þá. Hlutverk skólans er að auka þekkingu íslenskra og erlendra nemenda á íslenskri fornleifafræði. Nemendur, hvaðanæva úr heiminum hafa tekið þátt í námskeiðum skólans þar sem þeim eru kennd undirstöðuatriði íslenskrar fornleifafræði. Skólinn hefur starfað í 4 vikur á hverju sumri og fá nemendur þjálfun í uppgrefti og fornleifaskráningu en einnig er kennt með fyrirlestrum, málstofum og verklegum tímum í umsjá fornleifafræðinga og annarra vísindamanna. Þátttakendur í fornleifaskólanum þurfa að hafa hafið nám í fornleifafræði og einnig er æskilegt að áhugasvið þeirra tengist íslenskri fornleifafræði, eða fornleifafræði Norður-Atlantshafsins.

Nánari upplýsingar komar síðar hvenær skólinn verður haldinn næst.

Fornleifaskóli barnanna

Fornleifaskóli barnanna var verkefni sem Fornleifastofnun Íslands tók þátt í ásamt samstarfsaðilum úr Litlulaugaskóla í Reykjadal, Hinu þingeyska fornleifafélagi og fornleifafræðingum við Hunter og Brooklyn Háskóla í New York. Skólinn hefur einnig verið haldinn við Odda á Rangárvöllum í samvinnu við Oddafélagið.

Háskóli Íslands

Fornleifastofnun Íslands tók virkan þátt í stofnun fornleifasviðs við Háskóla Íslands og hefur haldið uppi sterkri samvinnu síðan. Heimasíða sviðsins má finna hér.

UM OKKUR

Fornleifastofnun hefur sett sér metnaðarfull markmið um hágæðarannsóknir á sviði íslenskrar fornleifafræði. Stofnunin hefur einsett sér að vera í fararbroddi vísindalegra rannsókna á íslenskum fornleifum og nær þeim markmiðum með öflugum grunnrannsóknum, nánu samstarfi við innlenda og erlenda vísindamenn og rannsóknarstofnanir, og virkri akademískri umræðu sem meðal annars birtist í öflugu útgáfustarfi. Okkar fólk.

Gagnagrunnur okkar, ÍSLEIF, hefur upplýsingar :

0 Fornminjar á landinu.

(er langstærsta safn sinnar tegundar hér á landi)