NEWS

Fornleifastofnun Íslands
Fornleifastofnun Íslands3 weeks ago
Á dögunum var ný vefsíða um Skálholtsrannsóknir sett í loftið. Vefsíðan er gerð í tengslum við útgáfu þriggja binda ritverks um Skálholtsrannsóknir. Fyrsta bindi Skálholtsrannsókna kom út á síðasta ári og gert er ráð fyrir að bindi II komi út fyrir árslok 2023 og lokabindið árið 2024. Á vefsíðunni er miðlað ýmsum fróðleik um Skálholtsrannsóknir og þar er m.a. hægt að sjá þróun húsa eftir tímabilum á gagnvirku korti. Markmiðið er að bæta efni á síðuna eftir því sem útgáfunni vindur fram og að þar verði hægt að finna og hlaða niður ýmsum gögnum varðandi uppgröftinn.
Umsjónaraðili síðunnar er dr. Gavin Lucas en verkið var unnið fyrir styrk frá Háskóla Íslands. Um forritun sáu þeir Hallur Kristinn Hallsson og Jaan Jaerving (tölvunarfræði – HÍ) og vefhönnun var höndum Guðrúnar Söru Örnólfsdóttur (hönnunardeild, Listaháskóli Íslands).

Hlekkur á síðuna: https://skalholt.fornleif.is/

Our arcaeological database, ÍSLEIF, contains information about :

0 sites of archaeological interest