NEWS

Fornleifastofnun Íslands
Fornleifastofnun Íslands3 days ago
Eitt af stærri verkefnum ársins 2009 var fornleifarannsókn vegna framkvæmda við gömlu höfnina í Reykjavík. Rannsóknirnar náðu yfir stórt svæði milli Hafnarstrætis og Tryggvagötu, austan Pósthússtrætis. Ýmsar minjar komu í ljós, einkum frá 19. öld og fyrri hluta þeirrar 20. Meðal þeirra voru bryggjur, húsgrunnar/kjallarar pakkhúsa kaupmanna og hluti gamla hafnargarðsins sem er líklega sá elsti af nokkrum sem gerðir voru á þessum slóðum. Verkefnið var eitt af mörgum eftirlits- og uppgraftarverkefnum sem Fornleifastofnun hefur unnið á undanförnum áratugum vegna gatnaframkvæmda og uppbyggingar í miðbæ Reykjavíkur. Fornleifarannsóknir eru orðnar hluti framkvæmdum borgarinnar og með slíkum rannsóknum er á hverju ári safnað mikilvægum upplýsingum um sögu Reykjavíkur allt frá landnámi og fram á 20. öld. Skemmst er að minnast Steinbryggjunnar, sem hafði verið hulin jarðvegi og malbiki um langt skeið, en fornleifafræðingar Fornleifastofnunar grófu fram árin 2018-19 vegna framkvæmda. Borgaryfirvöld ákváðu í kjölfarið að hún yrði aftur hluti menningarlandslags Reykjavíkur og áningarstaður þar sem hægt er að fræðast um sögu Reykjavíkur og þróun þéttbýlismyndunar á þessum slóðum og var hún opnuð sem slík á þessu ári.
#Fornleifastofnun25ára #2009 #borgarmyndunReykjavíkur #sagaReykajvíkur #framkvæmdaeftirlit

Our arcaeological database, ÍSLEIF, contains information about :

0 sites of archaeological interest