NEWS

Fornleifastofnun Íslands
Fornleifastofnun Íslands5 days ago
Úthlutun úr Rannsóknasjóði.

Tveir sérfræðingar Fornleifastofnunar, Elín Hreiðarsdóttir og Gylfi Helgason, eru meðumsækjendur í verkefninu „Þróun seljabúskapar á Íslandi, 800-1800,“ sem nýverið hlaut um 60 milljón króna styrk. Verkefnið er til þriggja ára og er verkefnastjóri Egill Erlendsson, prófessor við Háskóla Íslands.

Sel voru eins konar útihús frá bæjum. Sel voru yfirleitt staðsett í upp í fjöllum og í þeim voru mjólkandi skepnur hafðar yfir sumartíma. Á Íslandi voru þetta yfirleitt kvennastörf.

Í verkefninu er lögð fram náin þverfagleg samvinna fornvistfræði, landsháttafornleifafræði og sagnfræði til þess að rannsaka upphaf og hnignun seljabúskapar á Íslandi og hvaða vísbendingar það gefur um vistkerfi, félagskerfi, hagkerfi og landbúnaðarkerfi. Í verkefninu verður meðal annars gerð ítarleg greining á seljum sem skráð hafa verið í fornleifaskráningu undanfarin ár, auk þess sem fjöldi selja verður heimsóttur á vettvangi.

Heildarúthlutun Rannsóknasjóðs 2022 má sjá hér: https://www.rannis.is/frettir/uthlutun-ur-rannsoknasjodi-styrkarid-2022?fbclid=IwAR1RPLEAmKxF_rg_fPBjWW3S2UsKcY15rrZN7esXtyuc56sXczBlQBZ_r_o

Our arcaeological database, ÍSLEIF, contains information about :

0 sites of archaeological interest