FRÉTTIR

Fornleifastofnun Íslands
Fornleifastofnun Íslands1 day ago
Árið 2002 hófu fornleifafræðingar rannsókn í Skálholti þar sem upp voru grafin húsakynni biskupa, þjónustufólks og skólasveina. Uppgreftri lauk árið 2007 og síðan þá hefur verið unnið sleitulaust að úrvinnslu uppgraftargagna. Árið 2022 kom út fyrsta bindið í þriggja binda útgáfu um Skálholtsrannsóknir. Það fjallaði um þær fjölmörgu byggingar sem voru grafnar upp á staðnum og voru í notkun á tímabilinu 1650-1950. Nú er komið að útgáfu annars bindis sem helgað er forngripum sem komu í ljós við uppgröftinn. Ráðgert að þriðja og síðasta bindið sem snýr að margvíslegum umhverfisrannsóknum muni koma út á næsta ári. Gripasafnið frá Skálholti samanstendur af um 70.000 forngripum og er eitt allra stærsta gripasafn sem komið hefur í ljós við fornleifauppgröft hér á landi. Bókin um gripina frá Skálholti er 366 blaðsíður og ríkulega myndskreytt með hundruðum ljósmynda og teikninga. Hún er á ensku en með samantekt á íslensku. Gripirnir frá Skálholti gefa innsýn í einkar ríkulega efnismenningu á staðnum og samanlagt veitir Skálholtsuppgröfturinn ómetanlegt yfirlit um lífshætti á einum merkasta sögustað Íslands. Bókin er fáanleg í vefverslun Fornleifastofnunar þar sem hún er á sérstöku kynningarverði. https://fornleif.is/product-category/baekur/ og verður auk þess fáanleg í helstu bókabúðum.
Fornleifastofnun Íslands
Fornleifastofnun Íslands4 days ago
Sum af þeim verkefnum sem fornleifafræðingar taka að sér eru nátengd framkvæmdum af ýmsum toga. Fornleifaskráning er t.d. unnin vegna áætlana um vindmyllur, sumarbústaðabyggð, uppbyggingu í þéttbýli, skógrækt og vegagerð, svo eitthvað sé nefnt. Í slíkum tilfellum eru þau svæði sem undir eru í framkvæmdum tekin út með tilliti til fornleifa og kannað hvaða áhrif framkvæmdirnar kunna að hafa á minjar innan svæðis. Í mörgum tilfellum þar sem framkvæmdir eru ráðgerðar í nágrenni minja er hægt að hlífa fornleifum við raski, t.d. með því að merkja þær, eða hnika til framkvæmdum. Þar sem slíkt er ekki hægt reynist stundum nauðsynlegt að kanna fornleifarnar með könnunarskurðum eða uppgrefti. Í vor hefur Fornleifastofnun unnið ýmsar rannsóknir tengdar framkvæmdum, t.d. vegna lagnaframkvæmda, nýbygginga, skógræktar, uppbyggingar á hótelstarfsemi og vegagerðar.
Fornleifastofnun Íslands
Fornleifastofnun Íslands1 week ago
Í sumar mun Fornleifastofnun hefja forkönnun á eyðibyggðum á Austurlandi. Á undanförnum árum hefur komið í ljós mikill fjöldi hjábýla í fornleifaskráningu um allt land og eru rústir margra þeirra vel varðveittar. Í rituðum heimildum frá 12-15. öld eru þessi býli oft nefnd smá- eða hjábýli eða jafnvel smálönd, en eftir 1500 eru þau gjarnan nefnd einu nafni: hjáleigur. Hjáleigurnar voru skör lægra settar en lögbýlin og sést það m.a. á því að þau voru hvorki talin til hreppa eða sókna. Í sumar verða rústir valinna býla rannsakaðar með könnunarskurðum og borkjörnum til þess að afla upplýsinga um eðli og aldur þeirra. Vonast er eftir því að forkönnunin verði hvati að frekari rannsóknum enda ljóst að mikið skortir enn á rannsóknir á lægri stéttum samfélagsins og gæti verkefnið orðið mikilvægt innlegg í sögu þeirra og þróunar stéttaskiptingar hér á landi.

ÚTGÁFA

Smelltu á titlana til að sjá verkefnin.

Bókaskrá.
Ritrýnt fræðirit.
Rit Fornleifastofnunar Íslands, Archaeologia Islandica, kom fyrst út í nóvember 1998. Með útgáfu ritsins er stefnt að því að kynna alþjóðlegum lesendahópi fornleifarannsóknir á Íslandi. Ritið birtir nýjar greinar um íslenska fornleifafræði eða efni tengt henni, allt frá landnámi á 9. öld til síðari tíma. Greinarnar eru á ensku. Ritstjóri er Orri Vésteinsson.
Hér má finna nýjustu rannsóknaskýrslur okkar.

MENNTUN

Fornleifaskólinn

Fornleifaskólinn var settur á stofn árið 1997, og hefur verið starfræktur á nær hverju sumri síðan þá. Hlutverk skólans er að auka þekkingu íslenskra og erlendra nemenda á íslenskri fornleifafræði. Nemendur, hvaðanæva úr heiminum hafa tekið þátt í námskeiðum skólans þar sem þeim eru kennd undirstöðuatriði íslenskrar fornleifafræði. Skólinn hefur starfað í 4 vikur á hverju sumri og fá nemendur þjálfun í uppgrefti og fornleifaskráningu en einnig er kennt með fyrirlestrum, málstofum og verklegum tímum í umsjá fornleifafræðinga og annarra vísindamanna. Þátttakendur í fornleifaskólanum þurfa að hafa hafið nám í fornleifafræði og einnig er æskilegt að áhugasvið þeirra tengist íslenskri fornleifafræði, eða fornleifafræði Norður-Atlantshafsins.

Nánari upplýsingar komar síðar hvenær skólinn verður haldinn næst.

Fornleifaskóli barnanna

Fornleifaskóli barnanna var verkefni sem Fornleifastofnun Íslands tók þátt í ásamt samstarfsaðilum úr Litlulaugaskóla í Reykjadal, Hinu þingeyska fornleifafélagi og fornleifafræðingum við Hunter og Brooklyn Háskóla í New York. Skólinn hefur einnig verið haldinn við Odda á Rangárvöllum í samvinnu við Oddafélagið.

Háskóli Íslands

Fornleifastofnun Íslands tók virkan þátt í stofnun fornleifasviðs við Háskóla Íslands og hefur haldið uppi sterkri samvinnu síðan. Heimasíða sviðsins má finna hér.

UM OKKUR

Fornleifastofnun hefur sett sér metnaðarfull markmið um hágæðarannsóknir á sviði íslenskrar fornleifafræði. Stofnunin hefur einsett sér að vera í fararbroddi vísindalegra rannsókna á íslenskum fornleifum og nær þeim markmiðum með öflugum grunnrannsóknum, nánu samstarfi við innlenda og erlenda vísindamenn og rannsóknarstofnanir, og virkri akademískri umræðu sem meðal annars birtist í öflugu útgáfustarfi. Okkar fólk.

Gagnagrunnur okkar, ÍSLEIF, hefur upplýsingar :

0 Fornminjar á landinu.

(er langstærsta safn sinnar tegundar hér á landi)