FRÉTTIR

Fornleifastofnun Íslands
Fornleifastofnun Íslands3 days ago
Þessa dagana vinnur Fornleifastofnun Íslands í samvinnu við Hjörleif Stefánsson arkitekt að úttekt á sundlaugabyggingum frá fyrri hluta 20. aldar á Norðurlandi. Húsakönnunin nær til laugarhúsa sem enn standa og sundlauga við þau. Því miður er raunin sú að flest af þeim laugarhúsum sem byggð voru á þessu skeiði hafa þegar vikið, og ástand þeirra húsa sem eftir standa er æði misjafnt. Ljóst er að betur þarf að hlúa að þessum hluta menningararfsins ef varðveita hann til framtíðar. Vonast er til þess að rannsóknin geti verið skref í þá átt. Verkefnið er styrkt af Húsafriðunarsjóði.
Fornleifastofnun Íslands
Fornleifastofnun Íslands4 weeks ago
Starfsfólk Fornleifastofnunar var á Spáni að kynna hluta af niðurstöðum sínum á alþjóðlegri ráðstefnu landshátta fornleifafræðinga.

Hægt er að lesa meira um rannsóknina á Facebook síður hennar sem við erum að deila. Enn fremur er hægt kynna sér efni rannsóknarinnar á heimasíðu hennar: transice.hi.is.
Fornleifastofnun Íslands
Fornleifastofnun Íslands2 months ago
Vefverslun Fornleifastofnunar er komin aftur í lag! Við hvetjum alla til að kynna sér úrvalið og vekjum sérstaka athygli á nýjustu bókinni okkar um Skálholt sem er nú á kynningnartilboði.

Our web store is back in order! We encourage you to look at the selection and check out our publication offer on the latest addition: Skálholt volume 2

ÚTGÁFA

Smelltu á titlana til að sjá verkefnin.

Bókaskrá.
Ritrýnt fræðirit.
Rit Fornleifastofnunar Íslands, Archaeologia Islandica, kom fyrst út í nóvember 1998. Með útgáfu ritsins er stefnt að því að kynna alþjóðlegum lesendahópi fornleifarannsóknir á Íslandi. Ritið birtir nýjar greinar um íslenska fornleifafræði eða efni tengt henni, allt frá landnámi á 9. öld til síðari tíma. Greinarnar eru á ensku. Ritstjóri er Orri Vésteinsson.
Hér má finna nýjustu rannsóknaskýrslur okkar.

MENNTUN

Fornleifaskólinn

Fornleifaskólinn var settur á stofn árið 1997, og hefur verið starfræktur á nær hverju sumri síðan þá. Hlutverk skólans er að auka þekkingu íslenskra og erlendra nemenda á íslenskri fornleifafræði. Nemendur, hvaðanæva úr heiminum hafa tekið þátt í námskeiðum skólans þar sem þeim eru kennd undirstöðuatriði íslenskrar fornleifafræði. Skólinn hefur starfað í 4 vikur á hverju sumri og fá nemendur þjálfun í uppgrefti og fornleifaskráningu en einnig er kennt með fyrirlestrum, málstofum og verklegum tímum í umsjá fornleifafræðinga og annarra vísindamanna. Þátttakendur í fornleifaskólanum þurfa að hafa hafið nám í fornleifafræði og einnig er æskilegt að áhugasvið þeirra tengist íslenskri fornleifafræði, eða fornleifafræði Norður-Atlantshafsins.

Nánari upplýsingar komar síðar hvenær skólinn verður haldinn næst.

Fornleifaskóli barnanna

Fornleifaskóli barnanna var verkefni sem Fornleifastofnun Íslands tók þátt í ásamt samstarfsaðilum úr Litlulaugaskóla í Reykjadal, Hinu þingeyska fornleifafélagi og fornleifafræðingum við Hunter og Brooklyn Háskóla í New York. Skólinn hefur einnig verið haldinn við Odda á Rangárvöllum í samvinnu við Oddafélagið.

Háskóli Íslands

Fornleifastofnun Íslands tók virkan þátt í stofnun fornleifasviðs við Háskóla Íslands og hefur haldið uppi sterkri samvinnu síðan. Heimasíða sviðsins má finna hér.

UM OKKUR

Fornleifastofnun hefur sett sér metnaðarfull markmið um hágæðarannsóknir á sviði íslenskrar fornleifafræði. Stofnunin hefur einsett sér að vera í fararbroddi vísindalegra rannsókna á íslenskum fornleifum og nær þeim markmiðum með öflugum grunnrannsóknum, nánu samstarfi við innlenda og erlenda vísindamenn og rannsóknarstofnanir, og virkri akademískri umræðu sem meðal annars birtist í öflugu útgáfustarfi. Okkar fólk.

Gagnagrunnur okkar, ÍSLEIF, hefur upplýsingar :

0 Fornminjar á landinu.

(er langstærsta safn sinnar tegundar hér á landi)