FRÉTTIR

Fornleifastofnun Íslands
Fornleifastofnun Íslands7 days ago
Í haust vann Fornleifastofnun Íslands skráningu á jörðinni Hrauni í Öxnadal vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar. Á næstu árum er ráðgert að gera þar gestastofu, bílastæði og endurnýja stíga og fræðsluefni. Fornleifastofnun kannaði fyrst minjar á þessum slóðum skömmu eftir aldamótin þegar minjar í Hörgársveit voru aðalskráðar. Að þessu sinni voru allar sýnilegar minjar mældar upp og skipulagsreiturinn þaulgenginn í leit að áður óþekktum minjum. Við skráningu jókst fjöldi þekktra fornleifa úr 30 í 45 og bættust við nokkrar áhugaverðar minjar sem m.a. bera vitni um ræktun, samgöngur og úthaganýtingu. Áhugasömum bendum við á nýlegar greinar í vefmiðlinum akureyri.net sem fjalla um fornleifar í Hrauni og fyrirhugaða uppbyggingu https://www.akureyri.net/is/frettir/4-fleiri-fornminjar-finnast-i-landi-hrauns
Fornleifastofnun Íslands
Fornleifastofnun Íslands3 weeks ago
Úthlutun úr Rannsóknasjóði.

Tveir sérfræðingar Fornleifastofnunar, Gylfi Helgason og Elín Hreiðarsdóttir, ásamt fyrrum starfsmanni stofnunarinnar, Oscar Aldred, eru meðumsækjendur í verkefninu ‚Eyðibyggðir miðalda‘, sem nýverið hlaut um 60 milljón króna styrk frá Rannsóknarsjóði Íslands. Verkefnið er til þriggja ára og er Árni Daníel Júlíusson, sagnfræðingur, verkefnastjóri.

Meginmarkmið verkefnisins er að greina félagslegt samhengi miðaldabyggða sem í eyði fóru á Íslandi, upphaf þeirra og endalok. Við munum nýta gögn úr sögulegum heimildum og safna nýjum gögnum með fornleifafræðilegri vettvangsvinnu víðsvegar um landið: á Austurlandi, Suðurlandi og Vesturlandi, ásamt því að greina ítarlega gögn sem nú þegar eru til frá Norðurlandi. Enn fremur verða greindir um 5000 staðir í Ísleifu (gagnagrunni Fornleifastofnunar) sem gerir okkur kleift að búa til öflug landslagslíkön með gagnrýninni notkun á landfræðilegu upplýsingakerfi. Verkefnið mun leiða til dýpri skilnings á eyðibyggðum á Íslandi og vonir eru bundnar við að það veiti mikilvægar upplýsingar um þróun búsetuhátta í samfélögum fyrir nútíma sem ætti að vekja áhuga fræðafólks utan landsteinanna.

Verkefnið verður unnið af hópi af fræðimönnum frá Háskóla Íslands, Fornleifastofnun, Háskólanum á Hólum og McDonald. Institute for Archaeological Research, Uni' of Cambridge, ásamt ungu vísindafólki.

Heildarúthlutun Rannsóknasjóðs 2025 má sjá hér https://www.rannis.is/frettir/uthlutun-ur-rannsoknasjodi-styrkarid-2025

ÚTGÁFA

Smelltu á titlana til að sjá verkefnin.

Bókaskrá.
Ritrýnt fræðirit.
Rit Fornleifastofnunar Íslands, Archaeologia Islandica, kom fyrst út í nóvember 1998. Með útgáfu ritsins er stefnt að því að kynna alþjóðlegum lesendahópi fornleifarannsóknir á Íslandi. Ritið birtir nýjar greinar um íslenska fornleifafræði eða efni tengt henni, allt frá landnámi á 9. öld til síðari tíma. Greinarnar eru á ensku. Ritstjóri er Orri Vésteinsson.
Hér má finna nýjustu rannsóknaskýrslur okkar.

MENNTUN

Fornleifaskólinn

Fornleifaskólinn var settur á stofn árið 1997, og hefur verið starfræktur á nær hverju sumri síðan þá. Hlutverk skólans er að auka þekkingu íslenskra og erlendra nemenda á íslenskri fornleifafræði. Nemendur, hvaðanæva úr heiminum hafa tekið þátt í námskeiðum skólans þar sem þeim eru kennd undirstöðuatriði íslenskrar fornleifafræði. Skólinn hefur starfað í 4 vikur á hverju sumri og fá nemendur þjálfun í uppgrefti og fornleifaskráningu en einnig er kennt með fyrirlestrum, málstofum og verklegum tímum í umsjá fornleifafræðinga og annarra vísindamanna. Þátttakendur í fornleifaskólanum þurfa að hafa hafið nám í fornleifafræði og einnig er æskilegt að áhugasvið þeirra tengist íslenskri fornleifafræði, eða fornleifafræði Norður-Atlantshafsins.

Nánari upplýsingar komar síðar hvenær skólinn verður haldinn næst.

Fornleifaskóli barnanna

Fornleifaskóli barnanna var verkefni sem Fornleifastofnun Íslands tók þátt í ásamt samstarfsaðilum úr Litlulaugaskóla í Reykjadal, Hinu þingeyska fornleifafélagi og fornleifafræðingum við Hunter og Brooklyn Háskóla í New York. Skólinn hefur einnig verið haldinn við Odda á Rangárvöllum í samvinnu við Oddafélagið.

Háskóli Íslands

Fornleifastofnun Íslands tók virkan þátt í stofnun fornleifasviðs við Háskóla Íslands og hefur haldið uppi sterkri samvinnu síðan. Heimasíða sviðsins má finna hér.

UM OKKUR

Fornleifastofnun hefur sett sér metnaðarfull markmið um hágæðarannsóknir á sviði íslenskrar fornleifafræði. Stofnunin hefur einsett sér að vera í fararbroddi vísindalegra rannsókna á íslenskum fornleifum og nær þeim markmiðum með öflugum grunnrannsóknum, nánu samstarfi við innlenda og erlenda vísindamenn og rannsóknarstofnanir, og virkri akademískri umræðu sem meðal annars birtist í öflugu útgáfustarfi. Okkar fólk.

Gagnagrunnur okkar, ÍSLEIF, hefur upplýsingar :

0 Fornminjar á landinu.

(er langstærsta safn sinnar tegundar hér á landi)