FRÉTTIR

Fornleifastofnun Íslands
Fornleifastofnun Íslands shared a link.2 weeks ago
Staðfest hefur verið að manngerður hellir sem fannst í Odda á Rangárvöllum sé sá elsti sem fundist hefur á Íslandi. Þetta eru niðurstöður fornleifarannsóknar frá því í fyrrasumar.
Fornleifastofnun Íslands
Fornleifastofnun Íslands2 weeks ago
Stóraborg undir Eyjafjöllum - vitnisburður forngripa.

Bæjarhóllinn á Stóruborg undir Eyjafjöllum var grafinn upp á vegum Þjóðminjasafns Íslands árunum 1978 til 1990 undir stjórn Mjallar Snæsdóttur fornleifafræðings. Ástæðan fyrir rannsókninni var ágangur sjávar og landbrot, en af hólnum brotnaði í stórviðrum og minjum stafaði mikil hætta af. Það var vegna þessrar landspjalla að bæjarstæðið var flutt á 19. öld. Það var einkum fyrir tilstilli Þórðar Tómassonar safnstjóra í Skógum að ráðist var í fornleifarannsókn en hann vakti athygli á að þarna væru menningarverðmæti að glatast og með árvekni bjargaði hann gríðarmiklum verðmætum með því að vakta fornleifarnar og ganga svæðið eftir stórviðri stórsjói því þá lágu gripir eins og hráviði um Borgarfjöru.

Bæjarhóll Stóruborgar er eini bæjarhóllinn á Íslandi sem hefur verið grafinn upp í heild sinni, og aðeins einn af þremur við allt Norður Atlantshaf. Mannvistarleifarnar spanna tímabilið frá 12. öld fram til um 1830 og samanstanda af leifum meira en 50 húsaog hátt í 10.000 gripum, auk stórs dýrabeinasafns og annarra sýna. Stóraborg var kirkjustaður og þar fannst einnig fjöldi grafa en varðveisla beina var of slæm til að hægt væri að varðveita þau.

Efniviðurinn frá Stóruborg gerir það kleift að skoða þróun húsagerðar, tækni, efnisnotkunar, framleiðslu, búreksturs, innflutnings og neyslu frá langtímasjónarhorni. Verkefnið er unnið í samstarfi við Háskóla Íslands, Þjóðminjasafn Íslands, Byggðasafnið í Skógum og Fornleifastofnun Íslands.

Fornminjasjóður styrkti árið 2018 fyrsta áfanga af þremur er lúta að efnismenningu og forngripum rannsóknarinnar. Á Stóruborg voru mörg byggingarskeið. Skipta má þeim í fjögur meginstig, og voru jarðlög og gripir skráð í það undirstig sem þau tilheyrðu. Allir gripir hafa verið skráðir í gagnagrunn og forvarðir og er ástand þeirra oftast gott og fjöldi gripa úr lífrænum efnum svo sem tré, leðri og textíl,sem er óvenjulegt því þessi efni geymast oft illa í íslenskum jarðvegi. Árið 2018 voru m.a. gripir úr leir og gleri, mikill hluti textílsins og kambar. Nú í ár 2019 verður lokið við að greina á málmgripi (járn, brons og blý). Þá mun verða lokið við greiningar á textíl auk þess sem greiningarvinna hefst á gripum úr beini, steini, tré og leðri. Greining málmgripanna er þegar hafin og fer sú vinna fram á nýjum rannsóknar- og varðveislustað Þjóðminjasafns Íslands á Tjarnarvöllum í Hafnarfirði, en þar eru forngripirnir geymdir.
Fornleifastofnun Íslands
Fornleifastofnun Íslands shared a post.2 weeks ago
Við höldum áfram með frábæra fyrirlestra, á morgun munum við fá að vita meira um manngerðan helli frá 10. öld sem fannst síðasta sumar í Odda á Rangárvöllum.

Allir velkomnir!!
Fornleifastofnun Íslands
Fornleifastofnun Íslands2 weeks ago
Sumarið 2018 fór fram forrannsókn á manngerðum hellum í Odda á Rangárvöllum. Rannsóknin er hluti af Oddarannsókninni sem er samstarfsverkefni Oddafélagsins og Fornleifastofnunar Íslands. Grafnir voru tveir könnunarskurðir í svokölluðum Hellirsdölum sem eru syðst í túninu í Odda. Helstu niðurstöður eru þær að djúpar og langar lautir í Hellirsdölum eru fallnir manngerðir hellar. Í öðrum skurðinum var grafið í fallinn helli, meintan nautahelli sem getið er í Jarteinabók Þorláks helga biskups frá 1199. Í hinum skurðinum var komið niður á uppistandandi helli og forskála framan við hann. Allt bendir til þess hellarnir hafi verið tengdir og að þeir hafi verið grafnir út á 10. öld en fallið úr notkun seint á 12. öld þegar stærri hellirinn hrundi. Komin er út skýrsla um rannsóknina sem nálgast má hér: http://fornleif.is/wp-content/uploads/2019/04/FS723-18151.pdf

Kristborg Þórsdóttir, fornleifafræðingur hjá Fornleifastofnun Íslands, mun flytja fyrirlestur um rannsóknina miðvikudaginn 10. apríl, kl. 12 á hádegi, í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands við Suðurgötu.

ÞJÓNUSTA

SKRÁNING

Fornleifaskráning er skipuleg kortlagning allra fornleifa, þ.e. mannvistarleifa sem eru eldri en 100 ára og teljast því friðhelgar skv. þjóðminjalögum. Frá árinu 1993 hefur Fornleifastofnun Íslands unnið að fornleifaskráningu víða um land og unnið jafnt og þétt að því að bæta skráningarkerfið, geymslu og miðlun gagnanna. Fornleifaskráningu er skipt í svæðis-, aðal- og deiliskráningu.

Frekari upplýsingar má finna hér

UPPGRÖFTUR

Fjölmargir uppgreftir eru gerðir á vegum Fornleifastofnunar á hverju ári. Þar er bæði um að ræða stór verkefni sem eru unnin á mörgum árum og smærri fornleifakannanir sem oft eru gerðar fyrir framkvæmdaaðila, t.d. Vegagerðina eða sveitarfélög og verkfræðistofur sem fyrirhuga byggingar og aðrar stórframkvæmdir.

ÁHÆTTUMAT

Góð skipulags- og hönnunarvinna byggir á þekkingu á landsháttum og áhrifum byggingar á umhverfið. Við sérhæfum okkur í áhættumati á menningarminjum. Hafa samband.

FORVARSLA GRIPA

Við forverjum og skráum gripi. Hafið samband fyrir frekari upplýsingar.

MENNINGARMINJAR OG FERÐAMENNSKA

Okkar fólk hefur mikla reynslu af menningartengdri ferðamennsku. Sjá nánar hér.

ÚTGÁFA

Smelltu á titlana til að sjá verkefnin.

UPPGRAFTARSKÝRSLUR
Gjaldfrjálst aðgengi.
Við höfum gefið út yfir 500 skýrslur; megnið af þeim eru aðgengilegar á síðu okkar.
ARCHAELOGIA ISLANDICA
Ritrýnt fræðirit.
Rit Fornleifastofnunar Íslands, Archaeologia Islandica, kom fyrst út í nóvember 1998. Með útgáfu ritsins er stefnt að því að kynna alþjóðlegum lesendahópi fornleifarannsóknir á Íslandi. Ritið birtir nýjar greinar um íslenska fornleifafræði eða efni tengt henni, allt frá landnámi á 9. öld til síðari tíma. Greinarnar eru á ensku. Ritstjóri er Orri Vésteinsson.
SKRÁNINGARSKÝRSLUR
Hér má finna nýjustu skráningarskýrslur okkar.

MENNTUN

Fornleifaskólinn

Fornleifaskólinn var settur á stofn árið 1997, og hefur verið starfræktur á hverju sumri síðan þá. Hlutverk skólans er að auka þekkingu íslenskra og erlendra nemenda á íslenskri fornleifafræði. Nemendur, hvaðanæva úr heiminum hafa tekið þátt í námskeiðum skólans þar sem þeim eru kennd undirstöðuatriði íslenskrar fornleifafræði. Skólinn starfar í 4 vikur á hverju sumri og fá nemendur þjálfun í uppgrefti og fornleifaskráningu en einnig er kennt með fyrirlestrum, málstofum og verklegum tímum í umsjá fornleifafræðinga og annarra vísindamanna. Þátttakendur í fornleifaskólanum þurfa að hafa hafið nám í fornleifafræði og einnig er æskilegt að áhugasvið þeirra tengist íslenskri fornleifafræði, eða fornleifafræði Norður-Atlantshafsins. Síða skólans.

Fornleifaskóli barnanna

Fornleifaskóli barnanna er verkefni sem Fornleifastofnun Íslands hefur tekið þátt í undanfarin þrjú ár ásamt samstarfsaðilum úr Litlulaugaskóla í Reykjadal, Hinu þingeyska fornleifafélagi og fornleifafræðingum við Hunter og Brooklyn Háskóla í New York. Síða skólans.

Háskóli Íslands

Fornleifastofnun Íslands tók virkan þátt í stofnun fornleifasviðs við Háskóla Íslands og hefur haldið uppi sterkri samvinnu síðan. Heimasíða sviðsins má finna hér.

UM OKKUR

Fornleifastofnun hefur sett sér metnaðarfull markmið um hágæðarannsóknir á sviði íslenskrar fornleifafræði. Stofnunin hefur einsett sér að vera í fararbroddi vísindalegra rannsókna á íslenskum fornleifum og nær þeim markmiðum með öflugum grunnrannsóknum, nánu samstarfi við innlenda og erlenda vísindamenn og rannsóknarstofnanir, og virkri akademískri umræðu sem meðal annars birtist í öflugu útgáfustarfi. Okkar fólk.

Gagnagrunnur okkar, ÍSLEIF, hefur upplýsingar :

0 Fornminjar á landinu.

(er langstærsta safn sinnar tegundar hér á landi)