UM OKKUR
FORNLEIFASTOFNUN ÍSLANDS
–
Fornleifastofnun hefur sett sér metnaðarfull markmið um hágæðarannsóknir á sviði íslenskrar fornleifafræði. Stofnunin hefur einsett sér að vera í fararbroddi vísindalegra rannsókna á íslenskum fornleifum og nær þeim markmiðum með öflugum grunnrannsóknum, nánu samstarfi við innlenda og erlenda vísindamenn og rannsóknarstofnanir, og virkri akademískri umræðu sem meðal annars birtist í öflugu útgáfustarfi. Okkar fólk.
ÞJÓNUSTA
Fornleifaskráning er skipuleg kortlagning allra fornleifa, þ.e. mannvistarleifa sem eru eldri en 100 ára og teljast því friðhelgar skv. þjóðminjalögum. Frá árinu 1993 hefur Fornleifastofnun Íslands unnið að fornleifaskráningu víða um land og unnið jafnt og þétt að því að bæta skráningarkerfið, geymslu og miðlun gagnanna. Fornleifaskráningu er skipt í svæðis-, aðal- og deiliskráningu.
Frekari upplýsingar má finna hér
Fjölmargir uppgreftir eru gerðir á vegum Fornleifastofnunar á hverju ári. Þar er bæði um að ræða stór verkefni sem eru unnin á mörgum árum og smærri fornleifakannanir sem oft eru gerðar fyrir framkvæmdaaðila, t.d. Vegagerðina eða sveitarfélög og verkfræðistofur sem fyrirhuga byggingar og aðrar stórframkvæmdir.
Góð skipulags- og hönnunarvinna byggir á þekkingu á landsháttum og áhrifum byggingar á umhverfið. Við sérhæfum okkur í áhættumati á menningarminjum. Hafa samband.
Við forverjum og skráum gripi. Hafið samband fyrir frekari upplýsingar.
Okkar fólk hefur mikla reynslu af menningartengdri ferðamennsku. Sjá nánar hér.
ÚTGÁFA
Smelltu á titlana til að sjá verkefnin.

Gjaldfrjálst aðgengi.
Við höfum gefið út yfir 500 skýrslur; megnið af þeim eru aðgengilegar á síðu okkar.

Ritrýnt fræðirit.
Rit Fornleifastofnunar Íslands, Archaeologia Islandica, kom fyrst út í nóvember 1998. Með útgáfu ritsins er stefnt að því að kynna alþjóðlegum lesendahópi fornleifarannsóknir á Íslandi. Ritið birtir nýjar greinar um íslenska fornleifafræði eða efni tengt henni, allt frá landnámi á 9. öld til síðari tíma. Greinarnar eru á ensku. Ritstjóri er Orri Vésteinsson.

Hér má finna nýjustu skráningarskýrslur okkar.
MENNTUN
Fornleifaskólinn
Fornleifaskólinn var settur á stofn árið 1997, og hefur verið starfræktur á hverju sumri síðan þá. Hlutverk skólans er að auka þekkingu íslenskra og erlendra nemenda á íslenskri fornleifafræði. Nemendur, hvaðanæva úr heiminum hafa tekið þátt í námskeiðum skólans þar sem þeim eru kennd undirstöðuatriði íslenskrar fornleifafræði. Skólinn starfar í 4 vikur á hverju sumri og fá nemendur þjálfun í uppgrefti og fornleifaskráningu en einnig er kennt með fyrirlestrum, málstofum og verklegum tímum í umsjá fornleifafræðinga og annarra vísindamanna. Þátttakendur í fornleifaskólanum þurfa að hafa hafið nám í fornleifafræði og einnig er æskilegt að áhugasvið þeirra tengist íslenskri fornleifafræði, eða fornleifafræði Norður-Atlantshafsins. Síða skólans.
Fornleifaskóli barnanna
Fornleifaskóli barnanna er verkefni sem Fornleifastofnun Íslands hefur tekið þátt í undanfarin þrjú ár ásamt samstarfsaðilum úr Litlulaugaskóla í Reykjadal, Hinu þingeyska fornleifafélagi og fornleifafræðingum við Hunter og Brooklyn Háskóla í New York. Síða skólans.
Háskóli Íslands
Fornleifastofnun Íslands tók virkan þátt í stofnun fornleifasviðs við Háskóla Íslands og hefur haldið uppi sterkri samvinnu síðan. Heimasíða sviðsins má finna hér.
Gagnagrunnur okkar, ÍSLEIF, hefur upplýsingar :
(er langstærsta safn sinnar tegundar hér á landi)
FRÉTTIR
