Osteoarthritis in Iceland

4.990 kr.

7 in stock

Höfundur: Hildur Gestsdóttir

Útgefandi: Háskóli Íslands

Meginmarkmið þessa verkefnis er að endurvekja rannsóknir á slitgigt innan fornmeinafræðinnar með rannsóknum á sjúkdómnum í fimm íslenskum mannabeinasöfnum. Er um að ræða beinasöfn úr kumlum og úr kirkjugörðunum á Skeljastöðum, Hofstöðum, Haffjarðarey og í Reykjavík, en þessir staðir spanna Íslandsöguna frá landnámsöld fram til 19. aldar.

Author: Hildur Gestsdóttir

Publisher: Háskóli Íslands

The main aim of this thesis is to reclaim the study of osteoarthritis within palaeo¬pathology using the analysis of the condition within five Icelandic skeletal populations, kuml, Skeljastaðir, Hofstaðir, Haffjarðarey and Reykjavík, which span the occupation of Iceland, from the earliest settlement in the late 9th century to the 19th century.

7 in stock

SKU: BOK_000006 Category:

Description

Útgefandi: Háskóli Íslands (2014)

Osteoarthritis in Iceland

Höfundur: Hildur Gestsdóttir

Ágrip

Ýtarlegar fornmeinafræðilegar rannsóknir hafa verið gerðar á slitgigt í gegnum tíðina. Lengi vel var talið að bein tengsl væru á milli þeirra verka sem fólk vann og slit¬gigtar, og hefur þessi skoðun gjarnan endurspeglast í meinafræðilegum rann¬sóknum á fornum beinum. Til að mynda voru oft settar fram mjög nákvæmar túlkanir á atvinnu og lifnaðarháttum sem byggðust á greiningu á slitgigt. Á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar voru fræðimenn farnir að sammælast um að orsakafræði slitgigtar væri í raun of flókin til að leyfa svo einfaldar túlkanir. Þetta leiddi af sér töluverðan samdrátt í rannsóknum á sjúkdómnum í fornleifafræðilegum beinasöfnum, þar sem hann hafði að miklu leiti tapað hlutverki sínu innan fornmeinafræðinnar. Innan læknisfræðinnar hafa rannsóknir á slitgigt aftur á móti færst að miklu leiti yfir á erfðafræðilegan orsakaþátt sjúkdómsins á síðustu þremur áratugum. Mikið hefur verið um slíkar rannsóknir á Íslandi og sýnt hefur verið fram á að sligigt, í mjöðmum, höndum og að einhverju leiti hnjám, er tengd erfðafræði og hafa verið borin kennsl á nokkrar slitgigtarættir á Íslandi.

Meginmarkmið þessa verkefnis er að endurvekja rannsóknir á slitgigt innan fornmeinafræðinnar með rannsóknum á sjúkdómnum í fimm íslenskum mannabeinasöfnum. Er um að ræða beinasöfn úr kumlum og úr kirkjugörðunum á Skeljastöðum, Hofstöðum, Haffjarðarey og í Reykjavík, en þessir staðir spanna Íslandsöguna frá landnámsöld fram til 19. aldar. Nálgunin á viðfangsefnið er tvíþætt. Annarsvegar er reynt að forðast að einblína eingöngu á einn orsakaþátt slitgigtar, en takast frekar á við flókna orsakafræði sjúkdómsins með því að taka til greina marga orsakaþætti í greiningunni og þá sérstaklega erfðir, álag, líkamsbyggingu, aldur og kyn. Eru niðurstöður rannsóknarinnar þvínæst settar í víðara samhengi með því að staðsetja þær innan þess félagslega- og landfræðilega umhverfis sem fólkið bjó í. Hinsvegar er reynt að kryfja kennilegar nálganir á rannsóknir innan fornmeinafræðinnar, með sérstakri áherslu á slitgigt. Þetta er gert með því að spyrja hvort mögulegt sé að nálgast rannsóknir á sjúkdómum í fornum mannabeinasöfnum út frá þáttum sem tengjast ekki orsakafræði sjúkdómsins, heldur frekar upplifun fólksins sem þjáðist af honum. Þar sem slitgigt orsakar hrörnun einstaklingsins þá er sérstaklega skoðað hvort og þá hvernig er hægt að nálgast umfjöllunarefni eins og fötlun, öldrun og lífskjör, út frá fornmeinafræði.

Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að með því að forðast að einblína eingöngu á einn orsakaþátt slitgigtar og taka frekar mark á flókinni orsakafræði sjúk¬dómsins, þá sé hægt að setja fram margþætta umræðu um slitgigt í fornleifafræðilegum beina¬söfnum. Sem dæmi má nefna að greining á arfgengri slitgigt opnar fyrir umræðu um fjölskylduna innan fornleifafræðinnar og nýtingu kirkjugarða á miðöldum á Íslandi. Sýnt er fram á að slitgigt sem tengja má áverkum í beinasöfnunum bendir til þess að töluverður munur hafi verið á líkamlegu álagi, bæði á milli landssvæða og tímabila. Einnig er bent á að greining á slitgigt opnar nýjar leiðir til að fjalla um aldur og öldrun í fornleifafræðilegum beinastöfnum.

Publisher: Háskóli Íslands (2014)

Osteoarthritis in Iceland

Author: Hildur Gestsdóttir

Abstract

Osteoarthritis has been intensively studied within the field of palaeopathology. For decades there was assumed to be a direct link between activity and the development of osteoarthritis, and this was reflected in the work which was carried out, with often very specific interpretations of occupation and activity on the basis of the diagnosis of osteoarthritis. By the 1990s it began to be more accepted within the field that the aetiology of osteoarthritis is far too multifactorial to allow for such simplistic conclusions to be drawn. This has resulted in a great reduction in the interest in the study of osteoarthritis within palaeopathology in the past few decades, as the condition appears to have somewhat lost its place within the archaeological discussion. Within the medical community, the focus has shifted in the past three decades to the genetic aetiopathogenesis of osteoarthritis. There has been a great deal of work in this field in Iceland, where the genetic link to hip, hand, and to a lesser extent knee osteoarthritis has been demonstrated, with the identification of several osteoarthritis families within the population.

The main aim of this thesis is to reclaim the study of osteoarthritis within palaeo¬pathology using the analysis of the condition within five Icelandic skeletal populations, kuml, Skeljastaðir, Hofstaðir, Haffjarðarey and Reykjavík, which span the occupation of Iceland, from the earliest settlement in the late 9th century to the 19th century. The approach to this is twofold. First of all, to avoid focusing on just one aetiological aspect of osteoarthritis, but rather to embrace its multifactorial nature, and consider multiple aetiological agents of the condition. These are in particular genetics, activity, anatomy, age and sex. The aim is then to place the results of the analysis within the social and physical environments of the populations under study, and so attempt to find osteoarthritis a place within the osteoarchaeological discussion again. Secondly, the aim is to consider a more theoretical approach to the study of palaeopathology in general, and osteoarthritis in particular. To this end the question is raised whether it is possible to consider disease in archaeology from factors external to the aetiology of the disease, but rather from the lived experience of those who suffer from it. Considering the degenerative effects of osteoarthritis, the focus is placed on how it is possible to discuss issues such as disability, ageing and quality of life within palaeopathological research.

The conclusions drawn from this thesis demonstrates that by avoiding focusing on one feature of osteoarthritis but rather take into account its complex nature, it is possible to offer a varied discussion on osteoarthritis in archaeological material. The identification of a genetic osteoarthritis opens up a discussion on the family in archaeology and the use of the medieval cemetery in Iceland; the variation between sites in terms of activity related osteoarthritis demonstrates changes both geographically and through time in the intensity of the activities being carried out, while thinking about age in terms of osteoarthritis opens up new avenues for exploring age and ageing within archaeological populations.

 

 

Additional information

Weight 0.510 kg
Go to Top